Skírnir - 01.01.1883, Page 131
133
Grikkland.
J>ingmannatala; fjárhagur. — Deila við Tyrki. — Leiðarsund um Korinþu-
eiðið.
Á þingi Grikkja sitja nú 245 fulltrúar, og eru 35 af
þeim frá Epírus og þessaliu. það reyndist skjótt á enu nýja
þingi, að stjórnina brast afla, og varð Kommundúros þá að
víkja sæti fyrir Tríkúpis. Eptir fjárhagsáætluninni voru tekj-
urnar reiknaðar á 67 millíónir franka, en útgjöldin á 78 mill-
íónir. þingið tók vel undir uppástungur Trikúpis um vega-
gerðir, nýjar járnbrautir, efling hers og flota og allra landvarna,
umbætur á skólum og fl., sem olli, að enn varð að leita fjár-
lána. Af lánsíjenu skyldi varið 40 millíónum til flotans, og
120 millíónum til vegagerða, járnbrauta og annara lands-
þarfa.
1 ágúst lenti Grikkjum i deilu við Tyrki um landamerki
við á er Karasú heitir. þar var bær lítill, Karali-Dervent,
við Salonichiflóann, sem sveit af liði Grikkja settist að i, en
Tyrkir kváðust eiga þann bæ, og ráku sveitina á burt eptir
harðan bardaga, þar sem nokkrir menn fjellu af hvorumtveggju
og margir særðust. Liði hvorratveggju var boðið að þoka
aptur frá þeim stað, og nú tókust samningar með löngu þrefi,
sem vant er, þegar Tyrkir eru annarar handar. Bærinn og
hjeraðið lá fyrir sunnan þá aðallínu, sem landamerkjanefndin
hafði dregið, en Tyrkir sögðust eiga rjett á öðru petti og bæ,
sem Nezero heitir. þeir hefðu misst hann í ógáti þegar
skipt var, og minna mættu þeir ekki hafa í staðinn. Grikkir
höfðu hjer hrein aftök, og þegar við lá, að stórveldin færu að
skerast i leikinn, sá soldán sitt óvænna, og bauð að selja
Grikkjum þorpið og þrætulandið í hendur.
4. maí var byrjað á leiðarsundsgreptinum um Korinþu-
eiðið, og fór það fram með hátíðarhaldi, þar sem konungur
og drottning voru við stödd hjá bæ, er Kalamaki heitir við
Ægínuflóann, en hjer var til þessa mannvirkis tekið. Georg