Skírnir - 01.01.1883, Side 135
ÐANMÖRK.
137
frjálshugaðri kunnu því illa, að úrelt og ófrjálsleg álit voru þar
helzt höfð í hávegum, að hinir eldri — Plougsliðar og aðrir
gamlir garpar af kynslóðinni frá 1848 — báru þá ofurliði, að
menn vildu hlaða stíflur i gegn andlegu nýstreymi aldarinnar,
já, að ræðuhöld og umræður um þingmál voru næstum bannaðar
eða illa þegnar. þar kom, að sá flokkurinn, sem vildi anda
að nýju lífi i fjelaginu, sagðist úr lögum þess. þessir menn stofn-
uðu svo nýtt fjelag, sem þeir kölluðu „Dansk Studentersamfund“_
Forseti fjelagsins er dr. Pingel (sjá Skírni 1880, 137. bls.). I
þvi munu vera eittkvað um 500 stúdenta; hjer eru þeir bræður,
Georg og Edvard Brandes, og þeir allir af námsmönnum við
háskólann, sem fylla flokk hins fyrnefnda. Flestallir íslenzkra
stúdenta gengu líka í þetta íjelag. það má því til lofs leggja,
að fjelagar þess hafa gengizt fyrir og kosið menn til af sinu
liði, að leiðbeina verknaðaimönnum á kveldum og helgidögum í
ymsum bóklegum námsgreinum, eða fræða þá með fyrirlestrum
um ýmisleg efni.
Árferðið var hið bezta, en uppskeran öll þó vart meira
enn i góðu meðallagi. Heyjað var svo vel, sem þá er bezt tekst
til. það varð Islandi til happs, er svo vel hafði árað hjá Dön-
um, svo stórtækir sem þeir urðu á framlögunum til Islendinga,
enda var jafnan svo að orði kveðið, t. d. í ávörpum prestanna
til safnaða sinna, og stundum í blöðunum, að þeim bæri að
minnast bræðra i neyð, er Guð hefði svo ríkulega blessað.
Af ymsu sem við hefir verið lokið árið sem leið, nefnum
vjer járnbrautina á þjóðu (vígð 23. maí), og aðra á Fjóni, sem
tengir Odense við Bogense (vígð 30. júní). — í Kaupmanna-
höfn voru tvær stofnanir eða stórhýsi búin og vigð, samkundu-
húsið (til guðræknisfunda) „Bethesda“ (27. sept.) og „Lærlinge-
Plejehjemmet“ (hælisvist fyrir munaðarlausa eða umkomulausa
kennslusveina; 4. okt.). Af nýjum fyrirtækjum skal minnast á
norðurskautssiglingu Hovgaarðs fyrirliða i sjóhernum, sem fylgði
Norðenskiöld á siglingunni austur með norðurströndum Asíu.
Skip hans heitir Dijmphna, en útgerð þess öll gerð á kostnað
stórkaupmanns og kaffesala Gaméls. Menn hafa ekki haft
neinar frjettir áreiðanlegar um, hvernig þeim norðurförum hefir