Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 137
DANMÖRK.
139
selskab11), Sporbrautarfjelagið (fyrsta) i Kaupmannahöfn, Frjetta-
línufjelagið norræna („Det store nord. Telegraphselskab“), Verk-
vjela og skipsmíðastöð Burmeisters og Wains, Sykurgerðarhúsin
dönsku, Skipbjargarflota Em. Z. Swizers, Húsagerðaríjelagið i
Kmh., Járnbrautarfjelögin fyrir Láland-Falstur, og fyrir Austur-
sjáland, Sykursuðufjelagið til sykurgerðar á St. Croix, Gufu-
skipafjelagið Thingvalla", Hlutbrjefafjelagið til vínandagerðar,
Hljómberafjelagið í Kmh. („Kjöbenh. Telefonselsk.11) og Mar-
marakirkjuna.
Konungur og drottning, krónprinsinn og kona hans hafa
ferðazt meir og víðar árið sem leið, enn vandi er til. f>ó
fleirum kunni að finnast enn oss, að slíkt sje heldur lítil tið-
indi, þá er „Skírnir11 vanur að geta þess að nokkru, einkum
ferðanna til annara landa, og svo má þá enn svo gera, að
minnsta kosti fyrir siða sakir. í júni fóru þau krónprinsinn og
kona hans til Stokkhólms og voru i silfurbrúðkaupi Oskars
konungs. I júli kom hingað Georg konungur frá Grikklandi
og drottjng hans, og siðar í þeim mánuði . fylgdi krónprinsinn
þeim til Pjetursborgar, en þar var þá meybarn skírt, sem hafði
fæzt þeim Rússakeisara og drottingu hans. 9. ágúst fór kon-
ungur vor og drottning til baðvistar í Wiesbaden, og þaðan
siðar til Gmúnden til hertogans af Kumberlandi og dóttur
sinnar (þj ri), sem eignaðist dóttur í lok septembers. Konungur
hjelt þaðan heim 25. þ. m., en drottning var eptir, en 14.
októbers lagði hann á stað aptur að vera við skírn dóttur-
dóttur sinnar og sækja drottinguna. þau komu heim aptur
31. októbers. I apríl hafði krónprinsinn heimsótt systur sina
á Englandi, en í miðjum nóvember fóru þau kona hans i
langför, fyrst til Neu Wied (feðragarðs prinsessunnar), þáðan
til Parísar, síðan til Italíu og þaðan til Aþenuborgar, og tóku
sjer þar veturvist.
Fyrir rúms sakir minnumst vjer nú að eins á fáar bækur
nýjar, enda yrðu lesendur „Skírnis“ litlu nær, þó þeim yrði
boðinn partur úr bóltaskrá. Eptir Georg Brandes kom nýtt
bindi af „Höfuðstraumunum“ (sjá „Skírni11 1878, 148. bls.).
það er um „Den romantiske Skole i Frankrig11 — mikla röð