Skírnir - 01.01.1883, Page 138
140
DANMORK.
skálda og rithöfunda á Frakklandi á árunum 1830—1848;
prentaðir og auknir fyrirlestrar, sem Brandes hefir haldið áður
við háskólann í Kaupmannahöfn. Ritið er kostamikið og fróð-
legt, sem allt annað er liggur eptir Brandes um rithöfunda og
bókmenntir Evrópuþjóða. Ósk þessa manns var að komast í
kennaraembætti við háskólann, og þess væntu og óskuðu
margir, en Hauch sál. hafði mælt fram með, að hann yrði
sinn eptirkomandi. f>etta fórst allt fyrir, sem flestum mun
kunnugt, og er þeim mest um kennt, sem vandlæta trúarinnar
og kirkjunnar vegna, og kalla Brandes og hans nóta bera
fjendur kristninnar. I fyrra tóku nokkrir menn sig til i Kaup-
mannahöfn, og fengu skotið svo miklu fje saman, að þeir gátu
boðið Brandes heimkomu og 4000 króna á ári í 10 ár.
Hann þá boðið, og heldur svo ókeypis fyrirlestra við háskól-
ann um það árabil, og er þá sá söknuður horfinn, sem margir
kendu við burtför hans til þýzkalands (Berlínar), hvað sem ella
kann um að skipast á þeim tíma. — Af skáldritum getum vjer
skáldsögu eptir Karl Gjellerup, einn af enum hvössustu í „liði
Brandesar“. Hún heitir „Germanernes Lærling“ (lærisveinn
þjóðverja) og segir frá ungum manni, sem, stundar guðfræði
og lýsir kynningu sinni við presta og guðfræðiskennara við
háskólann, en sparar ekki að gera gys að þeim og þeirra fræði-
flækjum. það var verst þegið og virt til hneyxlis, er hann
gerðist svo bermæltur, að menn þekktu þá af kennurum há-
skólans og suma lærisveina þeirra, er hann kaus fyrir odd.
Guðfræðisiðkuninni lauk við það, er hann hafði skrifað prófs-
ritgjörð um guðspjall Jóhannesar, og fært þar sönnur fram
fyrir, að það væri rit frá annari öld eptir Krist, en hún gerð
apturreka af prófdómöndum. Annars er auðsjeð, að Gjellerup
lýsir hjer reynd og eptirtekt sin sjálfs, því guðfræði hefir hann
stundað — en náð prófinu með fyrstu einkunn. — J. P. Ja-
kobsen hefir ritað þrjár smásögur (Noveller), og eptir Schan-
dorph kom á prent safn slíkra skáldsagna og ljóðmæli, en
eptir Holgeir Drachmann leikritið „Puppe og Sommerfugl"
(maðkur og fiðrildi), og ferðasaga („Reisebilleder11) af ferð
hans til Hollands og fleiri landa. það eru góðar bækur og