Skírnir - 01.01.1883, Side 140
142
DANMORK.
eða ,,konungsleikhúsið“), Adolph Rosenkilde. Hið skringi-
lega og skoplega ljet þeim manni svo vel, að þó hann væri
ekki föðurbetringur, þá var hann talinn á reki þeirra föður
síns og Phisters. Eptir hann eru kímilegar smásögur, en al-
þýðlegust þeirra hefir sú orðið, sem heitir „Anders Tikjöb.“
— 19. okt. andaðist Christen Hermansen (næstum 77 ára
gamall), prófessor í semítamálum og kennari í þýðingu og út-
skýringum hins gamla Testamentis. Hann var talinn einn hinn
lærðasti af guðfræðingum háskólans, en afarvel að sjer í austur-
landamálum. Hann ljet eptir sig allmikið í peningum, og gaf það
allt háskólanum til styrktar við ekkjur háskólakennara og þurf-
andi stúdenta. Hann átti og ágætt og mikið bókasafn, en það
gaf hann latínuskólanum í Vjebjörgum. — 23. okt. dó náttúru-
fræðingurinn Johannes Theodor Reinhardt, prófessor og
kennari í dýrafræði (66. áragamall), Hann hafði mikið orð á sjer
meðal sinna samfræðinga, ferðaðist þrisvar til Brasilíu og hafði
þaðan heim fjölmikið af dýraleifum — en mest og merkilegast
af því frá dönskum manni, doktori Lund, ágætum dýrafræðingi,
sem ól aldur sinn þar vestra. R. hefir ritað margar ritgjörðir
í ritum „Vísindafjelagsins danska“ og fjelagsritum náttúrufræð-
inga. Ritgjörðir hans og rannsóknir um hvali og fugla þóttu
mikils metandi. — 18. des. dó Frederik E. A. Schiern,
prófessor i söguvísindum við háskólann (f. 22. nóv. 1816). Hann
hafði orð á sjer fyrir lipurleik og snilld bæði í ræðu og riti. Helzta
rit hans er „Evropas Folkestammer“, og flestar ritgjörðir hans
og rannsóknir eru um ferðir og ábúðarskipti þjóðanna á fyrri
öldum, um viðgang eða uppgang sumra og þrotnun annara,
baráttu þjóðflokka sín á milli, einkum á byggðamótum, um
sambland þeirra og tungnanna, og svo frv. Schiern hafði
kennt sögu við háskólann í 35 ár. — Jbeir voru báðir, Schiern
og Paludan-Múller, á ríkislagaþinginu, en tóku engan forustu-
þátt í umræðunum.