Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 141
Noregur.
143
Efniságrip: Upphaf tíðinda í næsta •Skírni'. — Af nýjurn kosningum.
— Stutt þingsaga (1882). — Af hollvinum lconungs og ferðum hans. —
Minningar hátíð (25 ára) Björnstjerne Björnsons. — Leikrit eptir Henrik
Xbsen. — Skaðaveður á Einnmörk norður. — Mannalát.
f>að lætur ekki fjarri, að köllin frá Stiklastöðum: ,.fram
búandmenn!11 og svo frv., heyrist aptur nú á dögum i Noregi.
|>að er á nýja leik fólkið, og þess beztu höfðingjar, sem hafa
sett upp merki sitt og — og í þvi vjer skrifuðum þetta —
hafa lagt til bardaga við konungsveldið og þess krossalið. I
stuttu máli: nú er svo látið til skarar skríða, sem ráð var
fyrir gert 1880 *). Arin undanfarandi hafa verið búningsár
til orrustu, hertýgjunar ár og liðsafnaðar, en árið sem leið
hinum fremur. Forvigismenn frelsisins og forræðisrjettinda
þings og þjóðar, hafa sjeð svo um, að norska þjóðin stendur
svo andlega hertýgjuð, í svo góðri lögstöð eða vígi, að enginn
þeirra örvæntir um sigurinn, sem merkjum hennar fylgja. For-
ustumenn hafa svo rösklega fylgt hjer máli sinu, að það er
sem í tvö horn skipti, þegar til Danmerkur er litið. Á Norð-
mönnum er hægt að sjá, að hugur fylgir máli. Málalokin
verður næsti „Skírnir“ að segja, og þau hljóta að voru áliti
því meiru að skipta, sem þau munu höfð til eptirdæmis á
öðrum stöðum á Norðurlöndum, og vekja margar sálir af dái,
sem blunda á beði einveldistrúarinnar.
þingkosningar Norðmanna stóðu næstum í tvo mánuði, og
það er sannast að segja, að hvorugir, stjórnarsinnar nje hinir,
spöruðu árvekni, kapp og fylgni. Allt sumarið ferðuðust for-
ustumenn þjóðarflokksins um landið og hjeldu ræðufundi, og
voru þeir allir vel sóttir. Blöð vinstri manna drógu ekki
heldur af, er þau brýndu málið fyrir alþýðunni og sögðu
henni til slcyldna sinna. þar að auki komu á prent margir
ritlingar — sannkallaðir „húskarlahvatir“ — og flugu þeir út
þúsundum saman. I byrjun desembermánaðar voru kosning-
arnar á enda, og höfðu þjóðvinir unnið fullan sigur, já, meira
enn þurfti. Aður var tala þeirra 74, nú urðu þeir 83, en
*) Sbr. Skírni 1880, 145. bls., en þar er í ógáti sagt 1881 í staðinn
fyrir 1883.