Skírnir - 01.01.1883, Side 143
NOREGUR.
145
mörg ár, og notið af frelsis og farsældar11. — Konungur rjetti
þessa kveðjuskrá að forseta stórþingsins, Steen rektor, en hann
ávarpaði svo samvinnendur sina á þinginu, að þeir hefðu allt
unnið af kærleik til ættjarðar sinnar og trúfesti við grund-
vallarlögin. þegar konungur hafði heyrt þau andmæli — þó
til hans væru eigi töluð — gekk hann með fylgd sinni út úr
þingsalnum.
Eins og lcosningarnar bentu á, eru það borgabúar í Nor-
egi, auðmenn, embættismenn og kaupmannalýður, sem sinna
stjórninni, tigna konung sinn yfir allt fram, og ragna niður í
blöðunum öllum hans mótstöðumönnum, þ. e. að skilja öllum,
sem neita gildi þriðju lýritarvarnar af hans hálfu gegn breyt-
ingum á grundvallarlögunum. það eru og þessir menn, sem
ávallt sjá fyrir, að konungi sje veittar virktafullar viðtökur,
hvar sem hann kemur til borga eða bygða. það er hvorttveggja,
að konungur er betur að sjer enn flestir höfðingjar aðrir,
snjall í máli, blíður i viðmóti og skörunglegur maður, sem
bróðir hans var, enda er honum ávallt svo vel fagnað i Noregi,
sem væri hann allra höfðingja vinsælastur. Sömu virðingu og
virktum eiga synir hans og önnur lconungmennin að fagna.
þegar Gústaf krónprins kom ásamt konu sinni til Kristjaníu
4. febrúar í fyrra, voru þau konungur og drottning þar fyrir.
Á járnbrautarstöðinni tóku 600 skrúðklæddra kvenna á móti
hjónunum ungu, og nefnd hefðarkvenna fóru síðan á fund
prinsessunnar, og færðu henni blómaskál forkunnar fagra, og
fylgdi henni kvæði, sem Diethrichson prófessor hafði orkt.
þeim til heiðurs voru hátíðarleikir leiknir á leikhúsinu, dans-
veizlur gerðar af stórmenni borgarinnar og svo frv., og komu
þar á móti hallarveizlur hjá konunginum. Sama fagnaðarmót
var á viðtökunum í sumar (í júli), er Oskar konungur vígði
„Meraker-brautina‘!, fullnaðarpart þeirrar þverbrautar, sem
tengir saman þar nyrðra Sundsvall og Niðarós, eða Eystrasalt
og Norðurhafið. Konungur óskaði þess i vígsluræðunni, að
brautarspangirnar yrðu að hlekkjum á illar vættir sundurlyndis-
ins og flokkadráttanna, eða að þær yrðu helmarðar undir
hjólum brautarinnar. I fylgd hans var, auk tiginna manna,
Skírnir 1883.
10