Skírnir - 01.01.1883, Page 145
NOREGUR.
147
hann að hennar óskabarni, því hann hefði ljóðað henni til
huggunar og gleði, hreifings og hjartavermsla. — Af gjöfum
sem honum voru færðar og sendar þann dag, má tveggja
minnast. Kristófer Janson færði honum pyngju fulla af gull-
peningum frá Björgvinarmönnum, og bað hann svo þiggja, að
það væri „hjartagull i krónur slegið''. Blaðstjóri, Borg að
nafni, frá Helsingjaborg, færði honnm þaðan drykkjarhorn af
silfri, og rjetti það að honum með þeim orðum: „það ætti
að vera fullt af gulli, en helzt af gimsteinum!11 — I nóvember
ferðaðist Björnstjerne Björnson til Frakldands, og verður i vetur
i París. Hann lagði leið sína um Kaupmannahöfn, og hjelt
stúdentafjelagið nýja honum veizlugildi. Menn eiga von á frá
honurn tveimur leikritum, og á annað þeirra að vera þegar
búiö, og heitir „En Handske11.
Af skáldritum norskra skálda nefnum vjer eitt; það er
leikrit eptir höfuðskáldið Henrik Ibsen, og heitir „En Folke-
fjende“ (fjandi fólksins). þessum höfuðfjanda er reyndar
undarlega farið; hann er fullur sannleiksástar, trúir á sannleilc-
ann og sannleikans sigur. ,.Aptur rennur lygi, þegar sönnu
mætir", öðruvísi getur það ekki farið. það kemur undir lið-
safnaði. Sjáum hvernig fer. Maðurinn — höfuðpersónan í
leiknum — er læknir, (Stockmann dr.) og er fenginn ti! að
gegna læknastörfum við baðastöð í einum strandabæ Norðmanna.
þar er bróðir hans bæjarfógeti og forstöðumaður baðastöðvar-
innar. Læknirinn hefir ekki verið þar lengi áður enn hann
kemst að illum lýtum á baðstöðinni. Fyrir ofan bæinn er
tjörn i dalverpi, vatnið í henni fúlt og óholt, og þó hefir þessu
ólyfjani verið veitt að stöðinni, og það haft þar til neyzlu.
Sama vatn vætlar og ígegnum mölina og spillir baðavatninu..
Ohappa'uppgötvan! Bæjarmenn hafa mikinn hagnað af böð-
unum, um hlutbrjefafjelagið ekki að tala, bærinn i uppgangi
fyrir baðasóknina, og borgarar og embættismenn glaðir af
happi sínu og hróðri. En nú kemur læknirinn, sendiboði sann-
leikans, og segir þeim hreint og beint, að baðastöðin sje óhæf,
utan til pestar og banvænis, þeir verði að breyta lienni gjör-
samlega, hvað sem !:að kosti. Bróðurnum, fógetanum, finnst
10*