Skírnir - 01.01.1883, Side 146
148
NOREGUR.
sem fleirum, að hjer megi þó satt kyrt liggja, og vill láta allt
í þagnargildi; gefur lækninum i skyn, að kapp hans muni til
lítils koma, og menn geti ekki búizt við þeirri heimsku af
hlutaðeigöndum, að þeir eyðileggi arð sinn allan, og hagnað
bæjarins. Hjer sje um að tala mörg hundruð þúsunda króna, og
svo verði bærinn að vera baðalaus í 2 ár. Hitt sje annað
mál, að baða og bæjarstjórn taki málið til ihugunar, og ráð-
stafi svo til umbóta sem bezt þykir henta, og svo frv. Lækn-
inum hafði þegar komið í hug, að bærinn átti meðal annara
sannleiksvopna, það blað, sem hjet „Fólksboðið11, og því mundi
nú bezt að beita. Hann sagði bæði prentsmiðjueigandanum
og ritstjóranum frá uppgötvan sinni. þeir urðu heldur enn
ekki glaðir við. „þarna er maðurinn!“ hugsuðu þeir með
sjer, um leið og þeir hugðu burgeisunum þegjandi þörfina. Já,
hann geti svo sem reitt sig á, að honum og þeim mundi verða
gott til liðs, þegar þeir settu upp merki sannleikans. Fóget-
inn hafði komizt á snoðir um, að þeim ritstjóra og prentar-
anum var orðið málið kunnugt. Hann heimtar nú af bróður
sínum, að hann skuli rita grein i blaðið og lýsa lcvissögurnar
ósannar, er þegar voru farnar að berast, við hinu megi og bú-
ast, að hann komist á aðra niðurstöðu siðar, er hann hafi
ranrisakað betur ásigkomulag baðstöðvarinnar. Hann verði
lika að gá að umboðsstöðu sinni, hún sje i veði, ef hann sjái
sig ekki um hönd. Læknirinn sjer nú, hvernig sannleikurinn
er á met lagður i þeim bæ, og hver varmenni burgeisarnir eru.
Nú er þá tíminn kominn að þeyta lúður til bardaga og heita
á lið sannleikans. Hann skundar til þeirra ritstjórans og
prentarans, en fógetinn hafði orðið fyrri að bragði, sagt þeim
svo vöxt málsins, sem hann var í augum allra heiðvirðra manna
bæjarins, bent þeim á óþægilegar afleiðingar, ef — og svo frv.,
og höfðu þeir þá heitið honum að vísa aptur skýrslu l^eknis-
ins, en prenta i hennar stað skýrslu og greinargerð hans sjálfs.
Vist skyldi sannleiksvopninu beitt, og á þvi hjelt nú sá maður,
sem reiddi það bænum og íbúum hans til varnar og gagns.
Læknirinn vildi þá leita fyrir sjer á öðrum stöðum, hann ber
-á dyr, en hvergi upp lokið. Sendiboði sannleikans stendur