Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 148
150
NOREGUR.
stofnað á að uppræta, þeim öllum að eyða sem meinkvikindum,
sem í lyginni anda og lifa. þjer linnið ekki fyr enn ólyfjanið
er dreift um allt land, fyrr enn allt landið ætti í eyði aðleggj-
ast. Eigi þar að koma, þá segi jeg af rótum hjarta míns:
„til heljar með þessa þjóð alla!“ — Með öllum atkvæðum í
gegn einu (drukknum manni) hljómar sú yfirlýsing í fundarlok,
að Stockmann doktor, sje „fjandi fólksins", og síðar : „lifi vort
gamla 'og heiðarlega borgarasamband ! lifi vor duglegi og fram-
takssami bæjarfógeti, sem gætti meir skyldunnar enn frændsem-
ninnar!“. — Stoclcmann þarf eigi framar að lögum að spyrja,
hann er vargur í vjeum, honum og hans liði allar bjargir bann-
aðar. Hann hefir skorað borgarafjelaginu á hólm, hann guggn-
ar ekki, hann vill ekki flýja bæinn. Einn vill hann halda áfram
andvíginu til þrautar, þvi reynslan hefir kennt honum nýjan
sannleik, og hann hljóðar svo: „sá er í heimi máttugastur,
sem einmana stendur!11
16. janúar og siðar 4. febrúar gerði þau skaðaveður á
Finnmörk norður og i Hammerfest, að menn mundu ekki dæmi
til slikra fellibylja. I bænum urðu stórmiklir skaðar af storm-
inum, er sjórinn gekk á land, og allt brotnaði fyrir brim-
föllunum, hús og geymslubúr losnuðu upp, færðust út á hafnar-
vikina, en brotnuðu siðan sem skip, þar sem þau rak að landi.
I allri sjóbyggðinni beið fólkið afarmikið tjón í húsaspellum
og skipa. Sagtvar, að farizt hafi 7—800 báta, og var sá skaði og
allur annar metinn á mörg hundruð þúsunda. í sliku bjargar-
banni veitti þingið þegar hinum nauðstöddu 100,000 króna, en
auðugir menn gáfu þeim fjölda báta, og samskot voru gerð
bæði i Sviþjóð og Danmörku.
Mannslát. Látins er að geta Jörgens Moe, sem
þeim mun öllum kunnur, er hafa kynnt sjer þjóðsögur Norð-
manna. A ungum aldri tók hann til að safna þjóðsögum og
almúga kvæðum, og vann að því lengi og kappsamlega með
vini sínum Asbjörnsen, og kom á prent með honum „Norske
Folkeæventyr11 (1842—43). Einn hafði hann áður starfað að
útgáfu á „Samling af Sange, Folkeviser og Stev i norske
Almuedialekter (málýzkum)11; prentuð i Kristjaníu 1840. Eptir