Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 149
NOREGUR.
151
hann eru líka Ijóðmæli í tveim bindum fögur og íjörmikil; i
annað sinn prentuð 1856. Jörgen Moe er fæddur 1813, en
dó 27. marz árið sem leið. Eptir all-langa þjónustu við skóla
og í prestskap varð hann biskup i Krisjánssandi 1875, en sagði
embætti af sjer sölcum ellilasleika í lok ársins 1881.
Svíþjóð.
Efniságrip: Af þingmálum; tekjur og útgjöld. — Silfurbrúðkaup kon-
ungs; prins feddur. — Hátíðahölð. — Háskólinn nýi i Stokkhólmi. *—
Fornleifafundur. — Farmennska og skipakostur. — Leiðrjetting.
Yfir það er tíðindum sætir i Sviþjóð er í þetta skipti fljót-
farið. jóingsetan byrjaði sem vant er 16. janúar, og það fyrsta
sem gerðist hjer, eins og í Kristjaníu, var það að inna sam-
þykki, til ens nýja verzlunarsamnings við Frakka, sem sendi-
boði beggja ríkjanna, Sibbern, hafði samið við stjórnina i
París. Við þá samninga reyna jafnan hvorutveggju að ná
ríflegri kostum, og svo þótti enn takast, þó Frakkar væru mjög
tregir í þeim málum og hefðu aftök um mart, t. d. um toll-
lækkun á saltfiski (Norðmanna), en þó var tollurinn á hörðum
fiski settur niður (til 10 franka á 100 „kílós“). Aður var hann
það sama og flutningsbann, eins og tollurinn á saltfiskinum
(48 franlcar á 100 ,,kilós“). A heflaðan trjávarning vildu frakkar
leggja einn franka (á 100 ldlógrömm), en ljetu sjer loks nægja
með 50 sentímur. Bæði rikin hafa orðið að hliðra nokkuð til
sinnár handar um tolla á frönskum vörum, einkum víni, en þó
svo, að litlu sem engu munaði til tekjuskerðis. 1 sambandi
við samninginn stóðu ný tollalög, sem fengu framgang á þingi
Svía. Með því að tollar voru á mörgu lækkaðir, var greiðara
um framgönguna í stórbúendastofunni eða efri málstofunni, því
þar sinnir mikill hluti þingmanna tollfrelsi. „Landmannaflokk-
urinn“ er því mótfallinn og því stóðu þeir í gegn lögunum í hinni
málstofunni. Annars var sá flokkur i þessari þingsetu opt stjórninni