Skírnir - 01.01.1883, Page 150
152
SVÍEJÓÐ.
hinn örðugasti, og leiddi af því bakferlun ymsra nýmæla eða tak-
mörkun framlaganna. Einu sinni varð Posse greifi heldur
byrstur við þá, og hvað það reyna á þolrif stjórnarinnar, er
hún sæi uppástungur „skynberandi nefndarmanna hraktar á
þinginu fyrir ljettvægum rökum, og eptir ónákvæmar íhuganir
eða rannsóknir málanna“.#) Frumvörpin um hervarnir á sjó og
landi, og til nýrra skattalaga, voru komin frá þeim nefndum, sem
settar höfðu verið í þeim höfuðmálum, en voru ekki rædd á
þessu þingi. — Tekjur og útgjöld voru svo reilcnuð, að i vara-
sjóð ríkisins mætti leggja hjer um bil 2 millíónir króna, sem
yrðu afgangs (af 78 millíónum). Meðal tekjugreina var skattur-
inn af brennivínsgerð reiknaður á 14 mill. króna, tollgjald á
27Vi millíón.
þ>au konungur og drottning hjeldu silfurbrúðkaup sitt 6.
júní, og komu þá sendimenn frá borgum og hjeruðum, bæði
í Sviþjóð og Noregi, eða aðrar nefndir t. d. ymsra fjelaga, að
færa þeim heilla- og fagnaðar-óskir. Frá stórþinginu norska
komu engir þeirra erinda, en þingmönnum mun hafa þótt, að
hirðin norska og ráðherrarnir væru einhlítir að flytja það hjer,
sem flytja bæri. Konungur og drottning gáfu þann dag 17
þús. króna til ymsra stofnana í báðum ríkjunum. — 11. nó-
vembers fæddist krónprinsinum sveinbarn, eða krónprinsefni.
Hann hlaut í skírninni nafnið (Fredrik Vilhelm Olaf) Gustaf
Adolf, og kallaður hertogi af Skáni. þann dag var þaklcar-
messa haldin í hallarkirkjunni og Te deum sungið. þar var
*) í»á var ræðt um að koma járnbrautagerð og járnbrautamálum í sömu
deild, sem stýrir alþjóðlegum vegum og vegalagningum, brúrn og
brúagerðum. Nýmælin komust ekki fram. Svo fór og um sölu ríkis-
fasteigna, sem svöruðu minna enn 500 krónum í leigu, þó >land-
manna flokkurinn* væri henni sinnandi. Upphaflega var Posse greifi
forustumaður þessa flokks, og þá skipuðu hann mestmegnis eðalmenn
og stórbúendur, eða rjeðu mestu. En síðan hafa enir minni jarðeigna-
menn bolað greifunum út við kosningarnar til »annarar málstofu», og
nú hefir það orðið úr bandalaginu — álíka og fór með »októberfjelag-
ið» hjá Dönum — að greifarnir ráða ekki við þá vini sína.