Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 151
SVÍÍJÓÐ.
153
konungur, drottning, allir prinsarnir og móðir krónprinsessunn-
ar, kona stórhertogans af Baden. Af öllu þessu var sagt með
mikilli lotningu og viðkvæmni x höfuðblöðum Svía.
Af öðrum hátíðum og hátíðarhöldum Svia skal þessara
getið: 27. september var vígður háskólinn nýi í Lundi, mikið
hús og skrautlegt. þar var Oskar konungur viðstaddur og
Oskar prins son hans, auk fleira stórrhennis og margra visind-
arlcörunga frá háskólum norðurlanda. Konungur gaf háskólan-
um hátíðarbúning, sem rektorarhans eiga að bera. Hátíðin stóð
í tvo daga, og vígsludaginn skrúðganga gengin í miðalda búning-
um. Snillingurinn Liunggren prófessor, hjelt höfuðræðuna um
fagurlistir og þeirra áhrif til þjóðmenningar. Enn fremur um
eðli og áform háskólans, sem bæði ætti að gagna visindunum og
þjóðinni, og þess vegna yrðu kennarar hans vera hvorttveggja,
fræðarar og visindamenn, „Verði ljós! “ ætti ávallt að vera
orðtak háskólans. — 6. nóvembers var hátið haldin bæði við
hirð konungs, háskólana í Svíþjóð og víðar í heiðursminningu
Gústafs Adólfs. I hirðargildinu mælti Oskar konungur fyrir
minni hans. Niðurlag ræðunnar var þetta: , „Gústaf Adólf var
einn af meztu höfðingjum þjóðanna, ráðsnjöllustu hershöfðingj-
um, og allra manna göfuglyndastur. I dag — Lútzendaginn —
og yðar á meðal þarf eigi orð um það að lengja. Minning
ens mikla konungs lifir vor á meðal, lifir i hjörtum vorum,
vjer elskum hana. Svo skal verða, meðan Sviaríki heldur ríkis-
forræði og frelsi, og þar býr þjóð, sem Guð sinn óttast.“ —
13. nóv. voru 100 ára liðin frá fæðingu þjóðskáldsins Esaiasar
Tegnérs, og voru þá hátítiðir haldnar í hans minningu um allt
land, en aðalhátiðin við háskólann í Lundi, þar sem hann hafði
verið kennari.
í árgöngum þessa rits 1878(151. bls.l og 1879 (146. bls.)
er sagt af háskólanum nýja í Stokkhólmi. þetta stórvirki hefir
náð fullnaði fyrir samskot og stórgjafir Stokkhólmsbúa og
annara auðmanna um alla Svíþjóð; enn fremur fyrir framlög
borgarráðsins í Stokkhólmi, 40,000 kr. í 6 ár (1879 — 1884).
í júlímánuði var fjárstofn hóskólans kominn upp í 1,200,000,
og á minningardag Gústafs Adólfs lögðu hjer til tveir menn í