Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 152
154
SVÍtjÓÐ.
Gautaborg, annar 20 og hinn 100 þúsundir króna. Ur reglu-
gjörðum skólans getum vjer þessara höfuðgreina: Hann skipt-
ist í fjorar deildir. 1. deild fyrir sögu og heimspeki, 2. fyrir
málfræði, 3. fyrir stærðafræði og náttúruvísindi, og 4. fyrir
lögvísi. Arinu er deilt ítvo kejinslukafla, Hinn fyrribyrjar 15. ja-
núar, endar 15. júni: hinn síðari byrjár 1. septembers, og endar
15. des. Námið heimilt konum sem körlum, sem eru af sext-
ánda ári, og eru svo undir búin að kunnáttu til, sem til er
skilið. — Tilmælum háskólans, sem voru stíluð til háskólaráðs-
ins i Kaupmannahöfn, að fá sitt hvað hjeðan af því frá
vísindasöfnum, sem tvennt er til sinnar tegundar, var vel og
greiðlega svarað.
Við Ulltún við Fýrisá (eigi langt frá Uppsölum hinum fornu)
fundust merkilegar fornleifar fyrir nokkrum árum. það
var skip og þar í heygður höfðingi, en öll útför hans og bún-
ningur með mesta skrauti. þar fundust leifar af hjálmi, tein-
ungar eða grind af járni, en utan Ijósari málmur, og hjálm-
kamburinn af kopar. Hefir líkast verið gullroðinn. þar að auki
sverð með gullnu hepti af kopar fagurlega flúruðu, auk margra
fleiri hluta, t. d. taflna og teninga. Svíar hafa líka grafið upp
fornmenjar úr enum miklu haugum, þremur að tölu, eða
„goðahaugunum11 við Uppsali. En þeir eru frá brunaöldinni,
og hafa munirnir verið allir skemmdir og ókennilegir af bálun-
um. Árið sem leið fundust leifar við Vendel á Upplöndum,
sem þóttu vísa til sömu tíma og leifarnar frá Ulltúnum, eða
til 6. eða 7. aldar. Af ymsu nefnum vjer skjaldarbukl, hjálm
af járni og kopar, tvö sverð með gylltum meðalkafla af kopar,
og þar flúr á, en dýrir steinar í greyptir; enn fremur 5 ker
af gleri. það þótti merkilegast á hjálminum, er koparumgjörð-
in bar úthleyptar myndir af riddara, eða ríðandi manni, með
skjöld á vinstra armi, spjót í hægri hendi, en fyrir aptan höfuð-
ið sjest fugl á flugi, og fyrir framan hestinn ormur, sem rís
og bítur hann í fótinn. Fornfræðingurinn H. Hildebrand ætlar
að hjer sje Oðinn sýndur, með spjót sitt og hrafna, og að
hesturinn sje Sleipnir, þó fæturnir sje ekki fleiri enn fjórir —