Skírnir - 01.01.1883, Page 155
AMERÍKA.
157
var í hinna flokki. Hitt er og auðvitað, að aldarlýtin hverfa
ekki á skömmum tíma, en að kynslóðum verður stundum að
skipta, áður enn þau víkja fyrir betri háttum og siðum. Vjer
hnýtum hjer við nokkrum ummælum merks manns á Englandi,
heimspekingsins Herberts Spencers um aldarhorfið þar vestra,
eða svörum hans við spurningum eins þarlends frjettaritara, sem
fann hann að máli á ferð hans um Bandaríkin. Maðurinn
spurði hann að, hvort honum litist ekki sem fleirum, að öll þau
undur sem hann hefði sjeð í Bandaríkjunum, auðsældin, mann-
virkin miklu, og allur annar þrifnaður, væru sprottin af frels-
inu og enum frjálsu lögum. Herbert Spencer svaraði, að
frelsið og frelsiskipun þegnfjelagsins ætti að visu sinn þátt í
framförunum, en aðalorsök þeirra væri það ekki. Upptakanna
væri heldur að leita í hinum mikla og frjófsama landageim,
málmagnóttinni, í þeim arfi reynslu og vísinda, sem Ameriku-
menn hefðu tekið eptir aðrar þjóðir, og í sjálfra þeirra þraut-
gæði og kappkostun. „þegar framfarirnar“, sagði hann, „í því
veraldlega, í öllu hinu ytra fari, verða samfara æðri og andleg-
um framförum, þá er því öllu náð sem eptir ber að
sækjast, en það sem mjer hefir nú borið fyrir sjónir, hefir
minnt mig á þjóðvaldsríkin á Italíu á miðöldunum.
þjóðirnar i Evrópu litu til þeirra öfundaraugum, en
meðan allt var i uppgangi hjá þegnum þeirra, verzlun
og fagurlistir stóðu með mestum blóma, gekk þegnlífið sjálft
til þurða“. Hinn spurði þá, hvort Amerikumenn (Banda-
rikjamenn) mundu eiga sömu forlög fyrir höndum. „Mjer
virðist", svaraði H. Spencer, ,,sem þjer haldið sniði frelsisins,
en að það sjálft sje rýrnað til muna. þeir menn sem drottna
yfir yður hafa ekki vopnað lið til fylgdar, en sveitir þeirra
hafa þó vopn í höndum, og það eru atkvæðaseðlarnir. þessar
sveitir hlýða boði og banni yfirboðara sinna, eins og ljens-
höfðingjarnir á miðöldunum, og því geta foringjar þeirra undir-
okað þjóðviljann, og kúgunin verður hin sama, sem fyrir at-
farir ljensdrottnanna og riddaranna á fyrri timum. það er að
visu satt, að hver borgarinn greiðir atkvæði sitt við allar kosn-
ingarnar til æðri umboða og lægri, en hann ræður ekki sjálfur