Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 157
AMERÍKA.
159
og venzla sakir, eða af öðrum orsökum. Eitt blaðið kom
við þetta mál í hitt eð fyrra, og bætti þeirri skýrslu við, að
enn lifðu 26,000 ekkjur hermanna og sjóliða í stríðinu við
Englendinga 1812—1815, sem kæmu stöðugt og fengju borguð
eptirlaun sin úr ríkissjóði. Blaðið bætti því við í skopi, að
það væri fagnaðarefni, hverjum heilsugæðum og langlífi konur
í Ameríku ættu að fagna, að minnsta kosti ekkjur hermanna
og sjóliða.
það er langt um liðið, siðan stjórn Bandarikjanna lýsti
fjölkvæni ólöglegt (sbr. „Skírni“ 1880, 161. bls.), en Mormónar
hafa ekki að því farið. Arið sem leið komu þau nýmæli frá
Washington, að hver sá maður, sem innan endimerkja Banda-
ríkjanna hefði fleiri konur enn eina, skyldi missa öll þegnleg
rjettindi. þar að auki hafa fulltrúar eða tilsjármenn Washing-
tonstjórnarinnar fyrirskipað í Utah borgaraeið, sem enginn
fjölkvæntur Mormóni getur unnið með heilli samvizku. Menn
segja, að hin nýju lög muni svipta 10,000 Mormóna þegn-
rjettindum. Hverjum refjum þeir hugsa til að beita hjer á
móti, er bágt að vita, en klerkar þeirra hafa teldð saman fár-
yrðafullt mótmælaskjal, þar sem þeir skora á bræðurna ,,helgu“
að risa til öruggrar mótstöðu gegn „heiðingjunum11. Stjórnin
veit vel, að ofstæki Mormóna er enn svo mikið, að ekki
mundi duga að fara að þeim með harðýðgi og hervaldi, en
þeir mundu heldur strádrepast enn láta undan. Hitt þykir
vænna, að fjölkvænið hverfi þá, þegar „heiðingjunum!I fjölgar
i Utah, og bygðir þeirra færast nær Mormónabygðinni.
það fór svo, sem til er getið í fyrra í „Skírni“, að sam-
bandsþingið samþykkti nýmæli á móti aðsókn og bólfestu Sín-
lendinga í Bandaríkjunum. þau fóru fram á, að fjölgun
þeirra frá Sinlandi skyldi bönnuð í 20 árin næstu eða öllum
aptur vísað, er af þeirra kyni kæmu til atvinnu eða bólfestu.
Forsetinn synjaði hjer samþylckis, en veitti það siðar, er forboðið
var miðað við hálfu minna tíma. Vjer minntumst á i fyrra, hverir
vandræðagripir Sinlendingar þættu vera i öðrum löndum, en
hefðum átt að taka þáð fram, er eigi ræður minnstu, þegar
stíflur eru gerðar á móti strauminum frá Sínlandi, en það er,