Skírnir - 01.01.1883, Side 159
AMERÍKA.
161
smjöri, kjöti, og svo frv., að Evrópumenn verði mjög ofurliði
bornir.
Járnbrautakonunga kalla menn þá auðkýfinga i Bandaríkj-
unum, sem víðar, er standa fyrir járnbrautafjelögunum miklu
og járnbrautalagningum, og eiga mestan part hlutbrjefanna.
Voldugastur þeirra í öllum heimi er Yay Gould, sem ræður
járnvegum í enum vestra og syðra hluta Bandarikjanna, en
þær ná yfir 10,000 mílur enskar. þar að auki stýrir hann
næstum öllum frjettalínum í Bandaríkjunum og í Canada.
þrjá aðra skal nefna, þeir eru Vanderbilt, en hans brautir ná
yfir 2,200 mílur, og tekjurnar af þeim (allar saman, að ófrá-
dregnum kostnaði) samsvara á ári 148 milliónum króna. þá
er Robert, sem ræður brautunum í Pennsylvaniu, og Garret í
Baltimore og Ohíó. Af þvi þessi mannvirki verða svo arðmikil,
er þeim kappsamlega fram haldið. 1881 voru nýjar brauta-
línur lagðar í Bandaríkjunum yfir 9358 mílur (enskar). Ef
kostnaðurinn er reiknaður á 25,000 dollara fyrir hverja mílu
— sem gert er í skýrslu sendiboða Englendinga í Washington
— þá hafa fjárútgjöldin til nýrra járnbrauta það ár verið 234
millíónir dollara. þegar hjer til kemur það, sem hefir gengið
til umbóta á gömlum brautum og undirbúnings nýrra brauta,
reiknað á 175 millionir dollara, hafa framlög Bandarikjanna á
því eina ári numið 1600 milliónum króna. Ætla má, að
minna hafi ekki verið varið árið sem leið*).
24. október voru 200 ár liðin frá því, er William Penn
stje þar á land við Delaware, sem Fíladelfia stendur nú, önnur
mesta borg Bandarikjanna. þessi nafnkunni kvekari var höf-
undur borgarinnar, og hafði lengi það land, sem af honum
dregur nafnið Pennsylvanía, bæði til eignar og yfirráða.
*) Jarnbrautakonungum og járnbrautafjelögum fer svo í Ameríku —
eins og nærri má geta — sem víðar, að allir fara hvað þeir geta
komizt i verðlaginu á flutningunum. Maður í öldungadeildinni, M’Dill
að nafni, hefir vakið máls á, að stjórnin setji umsjónar- eða tilsjár-
menn um járnbrautamál, að allt fari ekki eingöngu að því sem eigin-
girnin býður.
Skírnir 1883. H