Skírnir - 01.01.1883, Side 161
amerxka.
163
sjálfu drápu þeir 80 manna. Slíkt unnu þeir íleira, en lögðu
síðar mest stund á, að koma óvörum að bankahúsum, ryðjast
inn allt i einu, drepa bankaþjónana, eða halda þeim skelfdum
með vopnunum, unz kassarnir voru tæmdir. Síðan var stokkið
á bak og hleypt á burt, en ræningjarnir voru alltjend vel ríð-
andi, og í þau erindi höfðu þeir jafnan beztu hesta, og því
bar þá opt vel undan, þó eptir væri farið. Hjer er oflanga
illverka runu upp að telja; 9 eða 10 bankar rændir, stundum
30 eða 40 þúsundum dollara, íjehirðar og þjónar drepnir,
sömu atfarir gerðar, þar sem „basara“lcaup fóru fram, og til
fjár þótti vel gefa; enn fremur var ráðizt á járnbrautarlestir á
mörgum stoðum, þegar stigamenn þóttust nógu liðmargir, og
til mikils var að vinna; en eptir striðið þótti slíkt ekki
eins auðunnið og áður. — I byrjun aprilmánaðar gisti Jesse
James —- sem auðvitað er, öðru nafni nefndur — á ferðum
sinum í borginni St. Joseph í Missouri. þar voru þá og komnir
tveir þeirra manna, sem höfðu verið í hans flokki, þeir voru
bræður (Ford að nafni), en þá hafði landstjórinn sett honum
til höfuðs, heitið þeim uppgjöf saka og miklum launum. þeir
ánýjuðu kunningskapinn og fengu sjer bústað i sama húsi og
hann gisti i. Einn morgun voru þeir snemma morguns inni
hjá honum, og hafði hann þá lagt frá sjer belti sitt með
skammbissunum. Allt í einu þreif annar bræðranna, sem stóð
að baki James, pistólu af sínu belti, og hleypti kúlu i gegnum
hnakkann á honum, svo út gekk urn enni. þó hjer mætti þykja
góð landhreinsun gerð, ljet fólkið svo — og þess hefir opt
gætt á Ítalíu — sem hjer væri felldur þarfur þegn og góður
garpur. Bróðir Jesse James heitir Franc, og er sagt liann
muni verða frekur til hefnda, ef hann kemst í færi við þá
bræður eða þeirra skyldménni, og hendur verða eigi áður á
honum sjálfum hafðar. Faðir þeirra Jesse var baptistaprestur.
Móðir þeirra er enn á lífi, og er hin hróðugasta af því, hverja
sonu hún haíi borið i heiminn.
Guiteau, morðingi Garfields, var tekinn af lífi síðasta dag
júnimánaðar. Til hinnstu stundar hældi hann sjer af verkinu,
þóttist hafa frelsað ættjörð sina, verið erindreki forsjónarinnar,
11*