Skírnir - 01.01.1883, Síða 163
165
Suðurameríka.
Cllile, Perú Og Bolivía. Árið leið svo, að friður var
ekki saminn, og stundum var það kvisað, að sendiboði Banda-
rikjanna í Norðurameríku hefði heldur spillt sættum enn stuðl-
að til þeirra, þó enn nýi utanríkissáðherra, Frelinghuysen hefði
lagt annað fyrir, eða látið svo í veðri vaka. Bolivíumenn hjeldu
reyndar kyrru fyrir, þvi þeir voru bæði fjelausir og að þrotum
komnir, og biðu þess, að málin lyktuðu með hinum, en i Perú
var sama óstjórn sem um var getið i fyrra, næstum til ársloka.
Chileverjar höfðu höfuðborgina á valdi sínu, en her Perúmanna
var að miklu leyti kominn á dreif viðsvegar, og stóð í flokkum
til hvorstveggja, atviga að sveitum Chileverja þar sem færi
fannst á, og til rána, hvar sem gefa þótti. Á einum stað tókst
2000 Perúmönnum að umskringja 75 Chilerja, en þeir vörðu
sig, þar til hver var um annan þveran fallinn. |>ar að auki
hlutuðust enir innbornu menn (Indiamenn) svo til leiksins, að
þeir rjeðu á menn af Evrópu kyni, frá hvoru landinu semvoru,
til að svala hatri sínu á ránum og drápum. þeir búa í fjall-lendi, en
sveitir Perúbúa höfðu lika farið illa á sumum stöðum undir fötin við þá,
ogrænt fráþeim hjörðum þeirra, og haft þær sjer til vista. Montero
heitir bráðabyrgðaforseti Perúmanna, og færðist hann Sem lengst
undan lcostum Chileverja. það síðasta sem vjer sáum þaðan
hermt, er frá febrúarlokum þ. á., en þær frjettir ljetu Iíklega
um, að friður mundi komast á innan skamms tíma. Kostirnir
skyldu þeir, að Perú ljeti af höndum hjeraðið Tarapaca, með
öllum áburðarleirnum og jarðsaltinu, en til Boliviu Arica og
Tacna, og nær það ríld svo til sjáfar. En á móti því happi
á Bolivía að gefa upp allmikil lönd í hendur Chileverjum, því
peningar eru ekki fyrir höndum, og þeim þykir skuldastaður-
inn ekld góður. Af deilum var lika sagt með Chile og
Cólumbiu, og jafnvel Ecuador, en svo ógreinilega, að ómögu-
legt er reiður á að henda.