Skírnir - 01.01.1883, Síða 164
166
A s í a.
Sínverjaveldi.
Mótspyrna Sínverja gegn nýjungum; Li Hung Chang, forstöðumaður ríkis-
ins. — Hergoð bannað utanhersmönnum að tigna. — Ivristniboð.
Sínverjakeisari er ekki eldri enn 12 eða 13 ára gamall,
en varakommgurinn í Chili (landinu, sem höfuðborgin liggur í),
hefur alla aðalstjórn hins mikla keisarveldis á höndum. Hann
heitir Li Hung Chang, vitur maður og hinn mesti skörungur.
J>að er honum að þakka, sem saman hefir dregið í verzlun og
viðskiptum með Sínverjum og kristnum þjóðum á seinni árum,
og í ýmislegri samþýðingu verknaðar þeirra og annara iiátta.
Li Hung Chang er eídd vel við aðkomna fólkið á Sínlandi frá
Evrópu og Ameriku, en hann veit vel, að þó enir kristnu vilji
sælast á Sínverjum sem öðrum og neyta yfirburða sinna, þá
muni það samt betra að unna þeim bólfestu og læra það
af þeim, sem nauðsynlegast er. En gína .svo við háttum þeirra
og siðuip, sem Japansmenn, þykir honum ógjörlegt og byltinga-
kennt, enda muni þar „afsælt annarlegt glys.“ J>að er og ann-
að, að ættingjar keisarans, móðir hans og öll hirðin, og meiri
hluti höfðingjanna og mandarínanna hefir mestu óbeit á enum
kristnu, og að þeir mundu fúsir að fiæma þá burt frá „ríkinu
himneska“, ef J>eir Jiyrðu og væru ekki of hyggnir til að rasað
yrði fyrir ráð fram. Enn þá brestur Sínlendinga svo á borði
við kristnu þjóðirnar hvað hernaðarkunnáttu snertir á sjó og
landi, að Jjeir mundu fara sýnar ófarir fyrir þeim ef bekkzt
yrði til við Jjá til ófriðar. En hver veit hvar kemur? Sinlend-
ingar eru nú heldur afhuga stríðum og styrjöld, og þeim þykir
hermennskan eða herþjónustan heldur ósæmileg vinna enn hitt,
og }>vi verða það helzt skrílmenni og dáðleysingjar, sem Jreir
fá til vopnaburðar. En um slíkt getur skipast með tíma —-
einnig á Sinlandi — og þeim getur lærzt j>að á nýja leik að
leita gagns og sæmda með vopnunum. Eptir Jiví hafamenn orðið lika
að taka, að það fyrsta, sem Li Hung Chang hefir hlynnt að til
eptirbreytni, er einmitt það, sem til herkunnáttu og landvarna