Skírnir - 01.01.1883, Page 166
168
ASXA.
27 mánuði. Á meðan má enn syrgjandi ekki á neinum ver-
aldar störfum taka. Varakonungurinn var við öllu búinn, og nú
sendi hann keisaranum bænarbrjef svo látandi, að „sonur him-
insins" gæti einn leyft að bregða af helgum og himneskum
reglum og fyrirmælum, og því beiddist hann þess fyrir nauð-
synja sakir ríkisins, að sorgartíminn yrði styttur til þriggja
mánaða. þetta var veitt, og auðmjukum þökkum goldið, og
hitt með, að bróðir vorakonungsins skyldi hafa á meðan stjórn
ríkisins á höndum. Annars voru menn lengi hræddir um, að fólkið
mundi hneyxlast svo á þessu guðleysi, að draga kynni til óeirða
og uppreisna, því ekkert er hjá Sínverjum helgara enn skylda
barna við foreldra sína, og það má segja, að þeir tigni enga
guði meir, enn andir framliðinna foreldra og feðra. Allt er
hjá Sínverjum grundvallað á gömlum og helgum venjum, og
það var rjett orðað í brjefi dansks manns í fyrra, sem hefir
verið lengi þar eystra, „að siðvandinn væri annar, en hulinn,
keisari Sínverjaveldis.11
jpó Sínverjar sje ekki herskáir menn, hafa þeir hergoð
eins og sumar fornþjóðirnar. þeir eru vandir að allri grein-
ingu og reglu, og í fyrra kom það boð frá hermálaráðherran-
um, að borgarar eða utanhersmenn mættu ekki ganga í musteri
hergoðsins og biðjast þar fyrir, eða færa því fórnir og heita á
það sjer til fulltingis. það væri líka til einskis, því herguðinn
hugsaði ekki um annað eða aðra, enn um fallbissur og her-
menn. það var líka bannað að mála myndir hans, eða láta
þær falar utanhersmönnum, en þær myndir skyldi hermála-
stjórnin sjálf útvega hermönnunum.
það fer eins hjá Sínlendingum og Indum, að kristniboði
verður þar lítið ágengt, og aðrir taka vart trú, enn þeir sem
heyra til lægstu stjetta. Á Sínlandi er sagt, að kaþólskir
kristniboðar hafi kristnað 500,000 manna, en hinir sje örfáir,
sem trú hafi tekið fyrir umtölur prótestanta. Kaþólskir menn
kunna lika betur lag á sliku; þeir semja sig við ytri hætti
enna innbornu, ganga i búningi þeirra, nema vel tungurnar og
gera sig að jafningjum fátæka fólksins, þar sem prótestantar