Skírnir - 01.01.1883, Side 167
ASÍA.
169
vilja lifa á Evrópuvisu, við hibýlaprýði og góðan aðbúnað, og
svo frv.
Kórea.
f>etta mikla tangaland (7,000 0 mílur á stærð?), er all-
auðugt, þó fólksmergðin samsvari ekki stærðinni, og girnilegt
til kaupskipta og annarar kynningar. Kristnar þjóðir hafa líka
lengi á leitað um viðskiptin, en landsbúar, frændur Sínverja
og trúbræður, hafa orðið þeim enn torsveigðari og visað öllu
af hendi, og rekið á burt eða drepið þá alla, er þar hafa
viljað fót sinn festa. Sínverjakeisari er yfirhöfðingi þessa lands,
þó þess hafi lítið gætt og Kóreukonungur hafi viljað vera
honum óháður og smeygja af sjer Sínlandstauginni. f>ó hann
vildi við enga út í frá mök eiga, gátu Japansmenn komið svo
málum við hann og þegna hans (eptir langvinnar deilur og
viðureignir), að þeim var hleypt að til verzlunar og viðskipta
í tveim hafnarborgum. Nú gerðust Rússar áleitnir um sama
mál, og mynduðu svo til, sem þeir myndu bjóða sjer sjálfir á
stöðvar á norðurströndum landsins. Nú var það, að Sínlands-
keisari, eða fulltrúi hans Li Hung Chang, gaf skjólstæðingum
sínum heilræði, sem þeir þágu. Heilræðið var það, að opna
nokkrar hafnir öllum kristnum þjóðum og gera við þær sátt-
mála, því þá myndi hver að öðrum gæta. A vaðið var riðið
við Ameríkumenn (Bandaríkin norður), og síðan við Englend-
inga og fleiri. þessar nýjungar tóku nú að svella svo lands-
búum — eða þó einkum þeim höfðingjum, sem halda dauða-
haldi í gamlar venjur — að föðurbróðir konungs fjekk her-
liðið í höfuðborginni (Seoul) sjer til fylgdar 23. júlí og gerði
atför að konunginum og rak hann frá völdum. Hann ætlaði
að taka hann af lifi, en hann náði að forða sjer með einhverju
móti. Drottninguna, sem var nýbreytninni sinnandi og sam-
göngunum við aðrar þjóðir, og krónprinsessuna ljetu uppreisn-