Skírnir - 01.01.1883, Page 168
170
ASÍA.
armenn drekka eitur, sem þegar hreif til bana. Af hirðmönn-
um og öðrum vinum þeirra konungs var fjöldi drepinn. Sam-
bandið við Japansmenn var þá í bezta horf komið, og frá
þeim var sendisveit i höfuðborginni, og hjá þeim höfðu þeir
mart fengið, t. d. prentsmiðjur, fyrirliða að skipa her og flota,
en sent til þeirra unga menn (80 að tölu) að nema vísindi í
skólum þeirra. En nú skipti heldur enn ekki um, því Kóreu-
búum þótti, sem upptök ógæfunnar og óhæfunnar væru frá
Japansmönnum komin. Borgarskríllinn rjeð á bústaði sendi-
sveitarinnar, en hún varði sig lengi dags (28 menn) með
mikilli hreysti, og þeim tókst að komast niður að hafnarbæ
einum eigi langt i burtu. þar var þeim aptur veitt atganga af
hermönnum, en eptir fall 9 manna, náðu þeir báti og lcomust
á honum frá ströndinni. Síðan varð fyrir þeim herskip frá
Englandi, sem flutti þá heim. Hvorutveggju brugðu nú skjótt
við, Japansmenn ogSínverjar, og sendu bæði lið og herskip til
stranda. Hjer var nú engin fyrirstaða og ekkert viðnám veitt.
Erindreki Sínverjakeisara setti konung aptur á veldisstól sinn,
en tók frænda hans og færði hann með sjer til Peking. Nú var
öllu aptur i lið kippt, og Kóreubúar urðu að inna þær bætur
af höndum, sem Japansmenn heimtuðu; 200,000 kr. til ættingja
þeirra, er fjellu i vörninni, og 2,000,000 kr. ríkissjóði Japans
fyrir ómakið. Enn fremur skyldi einni höfn bætt við þær,
sem útlendar þjóðir mega sækja, en Japanskeisara heimilt, að
halda sveit hermanna í Seoul til varðgæzlu á sendisveit sinni.
J a p a n.
Japansmenn stíga svo stórum fram bæði í andlegum og
líkamlegum efnum, að það vekur furðu allra kristinna þjóða,
þeir eiga tvær járnbrautir all-langar, og þrjár eru í búningi, en
frjettaþræðirnir ná yfir 4475 milur enskar. Herflota sinn efla
þeir af kappi, og reisa bryndreka, og smiða allt eptir fyrir-
myndum Evrópubúa. Skólamenntunin er og kappsamlega aukin,