Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 1

Skírnir - 01.01.1888, Page 1
Skír nir frá nýjári 1 887 til ársloka eptir Jón Stefánsson. Jeg hef skrifað þenna Skírni eins og mér finnst Skirnir eiga að vera. Jeg hef að mestu sleppt smálöndunum bæði af þvi ekkert merkilegt hefur skeð í þeim og svo af þvi, að ákveðið var í fyrra að Skirnir skyldi vera miklu styttri fram- vegis en að undanförnu. Jeg hef tekið það sem menn kalla «storpolitik» sér. það verða fleiri en einn eða tveir að tefla þesskonar tafl, og það fer betur á að búta það ekki i sundur. Um sósialismus hef jeg enga sérstaka grein, því hann hefur ekki tekið svo miklum stakkaskiptum árið 1887. Aptur á móti hef jeg sérstaka grein um vöxt og viðgang Bretaveldis, enskrar tungu og ensks þjóðernis. Júbilhátíð Bretadrottningar hefur leitt af sér hugleiðingar um þetta mál um alla Evrópu og hafa þær komið fram i ræðum og ritum, en málið er oflangt til að hafa það í Englandsþætti. A síðustu blaðsíðu Skirnis set jeg lista yfir heimildarrit min. f>að hefur eigi verið gert áður og má undarlegt þykja. Jeg skal geta þess, að dönsk blöð hef jeg ekki notað í neitt nema Danmerkurþátt. f>au blöð hafa mér eigi þótt allskostar áreiðanleg, er um önnur ríki var að ræða. Hin rússnesku og búlgörsku orð hef jeg ritað eins og þau eru borin frain, því að Rússar og Búlgarar hafa annað letur en íslendingar. Danir og Islendingar eru vanir að rita þau eptir afbökuðum framburði þjóðverja eða jafnvel Frakka einstöku sinnum. 1*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.