Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 67
ASÍA.
69
flest eptir Bandaríkjunum, þó að þeir kynnu ekki vel við
Amerikumenn, sem væru hranalegir í framgöngu og kynnu ekki
manna siði. Allir menntaðir menn í Japan ferðuðust til Evrópu
um tíma, en kæmu alltaf heim aptur. Listaverk Japansmanna,
sem Evrópumenn dást að, væru frá fyrri tíðum, því nú hefðu
Japansmenn ekki tíma til að búa þau til fyrir öllum þessum
nýjungum. það væri mikið talað um í Japan, hver trú væri
bezt og hneigðust margir að því, að ganga inn i einhvern af
hinum mörgu kristnu trúarflokkum, sem hafa frjálslega stefnu
og eru lausir við kreddur kristninnar.
Blöð í Japan eru að öllu leyti lík Evrópublöðunum, nema
hvað þau byrja á aptasta dálk á öptustu siðunni. það er tölu-
verður rígur milli Japansmanna og Kinverja, en við Rússa er
þó báðum illa. Japansmenn vilja lækka hrokann í Kínverjum
ef þeir gætu það með hægu móti, og ekki vilja þeir láta þá
flytja inn i Japan, nema með ýmsum álögum.
Afrika.
Frakkar og Marokkó. Congórikið. Ferð Stanleys,
Frakkar eiga mikið land norðan á Afríku; þeir eiga Algier
(Algérie) og Túnis, þó landstjóri í Túnis sé að öafninu til óháður.
þeir hafa kastað eign sinni á eyðimörkina Sahara (114000 fer-
hyrningsmilur á stærð) og hafa í hyggju að leiða sjó inn á
þann hluta hennar, sem liggur lægra en yfirborð sjávar, og
gera með þvi móti aðra hluta hennar að frjóvsömu landi. Fyrir
vestan eignir þeirra liggur Marokkó, og ef þeir ættu það, þá
ættu þeir meir en helming af norðurströnd Afriku. Soldáninn
í Marokkó var veikur um tíma og kvisaðist að hann væri
dauður. Hann er barnlaus maður, svo Spánverjar (þeir eiga
landblett og virki við hafið i Marokkó) og Frakkar ætluðu að
fara að rífast um arfinn og búa út herskip, en svo fréttist,
að soldán hefði sést við guðsþjónustu í kirkju og var þá lif-