Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 45
AUSTURBÍKI OG UNGVER.TALAND.
47
Skáldið Giosué Carducci er frægastur af skáldum ítala; eitt af
nefnkenndustu kvæðum hans heitir «Inno a Satana» (sálmur til
satans), og má af því sjá, að ekki er hann rammkaþólskur.
Hann er mesti presta- og konungahatari, en er þó hafður í
hávegum við hirðina.
1 söngsmíði eru ítalir næstir þjóðverjum. Öldungurinn
Verdi bjó 1887 til tónleik, sem heitir «Otello» eptir sorgarleik
Shakespeares og er hann talinn mesta snildarverk, sem hefur
komið út i Evrópu í þeirri grein i mörg ár.
Austurriki og Ungverjaland (Oesterreich-Ungarn).
Ungverjar og Slafar. þjóðverjar og Tjekkar. Keisari. Bosnía og
Herzegovina. Tollmál. Fjárhagur. Andrassy, Tisza og Kálnoky.1) Vís-
indi. Listir. Bækur.
I Austurríki eru rúmlega 40 miljónir ibúa. Af þeim eru
10 miljónir þjóðverjar og rúmlegar 6 Ungverjar. Hinir Slafn-
esku þjóðflokkar, Tjekkar, Slovenar, Serbar, Króatar, Pólverjar
og Ruthenar (rauðu Rússar) eru fleiri en þjóðverjar og Ung-
verjar tilsamans. það er von að TaafFe forstöðumaður ráða-
neytis eigi bágt með að gera allan þennan sæg af þjóðflokk-
um og þjóðum ánægðan. Fyrir norðan og sunnan Ungverja
búa Slafar. Ungverjar og Króatar sitja aldrei á sárs höfði
hvorir við aðra, en liggja i einlægum ertingum. Króatar eru
fljótlyndir menn og verða stundum áflog og riskingar út af
þingræðum hjá þeim. þeir segja að fyrst að Austurrikiskeisari
sé konungur á Ungverjalandi, þá geti hann eins gert hin
slafnesku lönd vestan frá Adriahafi austur að Dóná að kon-
ungsríki og verið þar konungur sjálfur. Pólverjar og rauðu
Rússar i Galiziu hnakkrífast og bítast á allar lundir. þegar
Pólverjar fá einhverju framgengt á þingi i Vín, þá verða hinir
J) það má ekki segja Kál en áherzlan liggur á samstöfunni Kal.