Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1888, Síða 25

Skírnir - 01.01.1888, Síða 25
ENGLAND. 27 og lá í rúminu marga daga, þegar föt hans voru tekin frá honum. Einn morgun, þegar fangelsisvörður kom inn, sat Brjánn á rúmstokk sínum í spánnýjum fötum og vita menn eigi hvernig þeim hefur verið smeygt inn til hans. Skömmu fyrir jólin, var bæjarstjórinn i Dýflinni, Sullivan, dæmdur i 2 mánaða fangeisi og orti hann heilt kvæðasafn í fangelsinu. Wilfred Blunt, merkur maður enskur, var dæmdur i 2 mánaða fangelsi fyrir ræðu á Irlandi. Hérumbil 12 irskir þingmenn sátu í fangelsi um jólin. Hinn 29. desember var Gladstone 78 ára að aldri. Hann fór eptir jól til Flórens á Ítalíu að hvíla sig og hélt ræðu í Dover áður en hann fór úr landi. f>að var kastað á hann snjókúlum á járnbrautarstöðinni í þeirri borg, en hann kippti sér ekki upp við það og sagði, að ver hefði sér likað forðum, þegar grjóti var kastað. Um Irland sagði hann, að þvi harð- ari sem kúgunin væri, þvi styttri yrði hún og óskaði að Balfour fangelsaði sem flesta Ira og Englendinga. Hann sagði, að flokkur sinn væri nú kominn upp í 200 frá 191 og beiddi menn að muna, að biðendur eiga byr. Hinn 21. dag aprilm. lagði Goschen fjárlög fyrir þing og voru tekjur ríkisins fjárhagsárið 1. apríl 1886 til 31. marz 1887 hérumbil 91 miljón punda sterling, 25 miljónum króna meiri en 1885—86, en útgjöld voru hérumbil 89 miljónir. Tollar á vinföngum, kaffi, tei, tóbaki og útlendum ávöxtum er meir en fimmtungur af öllum tekjunum. Tekjuskattur gaf af sér 157s miljón króna meir en í fyrra og var því færður niður. Ríkis- skuld Englendinga er nú 736 miljónir punda sterling en 1816 var hún 900 miljónir, það er, 16,200 miljónir króna eða 810 krónur á hvert mannsbarn. Nú koma 360 krónur á hvert mannsbarn. Randolph Churohill fann að því, að Englendingar eyddu óþarf- lega miklu fé til hers og flota, 32 miljónum punda eða meir en þriðjung af tekjunum. I utanrikismálum hefur lítið gerst. Sir Drummond Wolff sat í Constantínópel vor og sumar, vetur og haust og var að semja við soldán fyrir hönd Salisburys um Egyptaland. það komst svo langt, að ekki vantaði nema nafn soldáns undir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.