Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 84

Skírnir - 01.01.1888, Page 84
86 ÍSLAND. beztu en íslendingar sjálfir, eins og það er fyrir oss að segja það við írland. Og það lá betur við fyrir þá og var jafnvel eðlilegra fyrir þá að segja, að heimastjórn væri sama og frá- skilnaður en að segja, að ísland væri fátækt land og gæti ekki liðið vel nema undir væng Danmerkur. Jeg vil lesa upp fyrir þinginu nokkrar línur, sem jeg hef nýlega fengið frá merkum íslendingi, sem jeg beiddi skriflega um hið síðasta í þessu efni. Hann segir: Samkomulagið mil!i þessara tveggja landa er nú langt um betra en það var fyrir 1874. það er því að þakka, að stjórnar- skráin hefur viðurkennt, að íslendingar séu þjóð fær um að ráða sér sjálf. það er að þakka hinum sefandi áhrifum, sem leiða af því, að geta stuðst við viðurkennd þjóðréttindi. f>að er að þakka því, að athygli þjóðarinnar hefur snúizt frá æsingum, sem urðu til þess að ala hjá þeim hatur, að hinum ýmsu mál- um, sem miða að því, að koma upp landinu og efla framfarir þjóðarinnar. Að hverfa aptur til hinnar megnu óánægju, sem rikti á undan 1874 eða nokkurs sem líkist henni, er nú ómögulegt. þessi ræða varð til þess, að haustið 1886 í septemberlok kom aðsend grein í Times, sem hét «The political Crisis in Iceland» (stjórnardeilan á íslandi). í henni'var sagt frá stjórn- arskrármálinu, að fólk flykktist til Ameriku vegna hins pólitiska ástands og fátæktar, sem væri Dönum að kenna að nokkru leyti; þeir tækju 18% af Islendingum, þegar þeir lánuðu þeim og vefðu þá skuldum. Greinin endar þannig: «óánægja er megn í landinu og ef konungur skyldi beita neitunarvaldi sínu móti nýju stjórnarskrárfrumvarpi, þá getur enginn sagt, hvað afleiðingarnar verða». Ritstjórn Times ritaði stutta grein um málið i sama blaði. Dönum var ráðið að fara varlega í að brúka neitunarvaldið. «Danmörk mundi baka sér leiðinlegt hatur, ef stjórnin reyndi að beita valdi móti lftilli en merkilegri þjóð og afleiðing- arnar mundu verða sorglegar fyrir landið ef íslendingar reyndu að koma fram kröfum sínum með valdi. það er ekki hægt fyrir hina dönsku stjórn að segja, hver missir Danmörku er i því, að verða við óskum Islendinga i stjórnarskrármálinu, nema

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.