Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 49
51
Rússiand (Rossíja).
Rússneska. Panslavismus. Lamanski. Bismarck og Rússar. Her.
Katkoff. Ný lög. Fjárhagur. Níhilistar. Járnbraut um Norður-Asíu.
Giers og Alexander keisari. Vísindi og listir. Tolstoj. Kraszewski.
There are more things in heaven and earth, Horatio,
than are dreamt of in your philosophy.
Hamlet.
Rússum er venjulega brugðið um þrælslund og menntunar-
leysi af íslendingum, þegar þeirra er minnst, rétt eins og þjóð-
arnafnið Slafar þýddi þrælar eins og danska orðið Slave. |>eir
hafa það eptir Dönum og þjóðverjum. þjóðverjar segja að
Rússar skiptist i menntaða þorpara og ómenntaða þræla. það
er víst um það, að alþýðan á Rússlandi er lítt menntuð, en
skörungar Rússa segja, að henni yrði ekki ver gert en að
mennta hana með hinni rotnu menntun Vestur-Evrópu. I öðru
lagi eiga Rússar menn, sem að andans göfgi og atgervi geta
jafnast við hina fremstu menn í Evrópu. þjóðverjar, Frakkar
og Englendingar verða að játa, að í þeirri grein skáldskapar,
sem á vorum dögum hefur meiri áhrif en nokkur önnur, skáld-
sögum, { henni eru Rússar, sem stendur, öllum þjóðum fremri.
Nafnið Rússar er norrænt og hefur orðið til á þeim tím-
um er víkingar fóru í austurveg. Nafnið þýðir róðrarmenn og
er úr fornsvenslcu. jþetta hefur verið fyllilega sannað af hinum
danska málfræðing Vilhelm Thomsen. Rússneska er skyldari
islenzku en latína og gríska. það sem fælir menn frá
henni í Vestur-Evrópu, er að hún hefur annað stafrof, en það
hefur gríska líka.
Jeg skal nú stuttlega skýra frá þeirri stefnu meðal Rússa
og annara Slafa, sem kallast Panslavismus (Panslavjansjtjína)1)
Hún er rótin til Búlgaramálsins og margs annars í Austur-
Evrópu. I Austur-Evrópu og Norður-Asíu eru um 100 miljónir
Slafa. Af þeim eru rúmar 70 miljónir á Rússlandi og Síberíu
en hérumbil 28 miljónir sundraðar víðsvegar.
') Rússar rita Vestur-Evrópu nöfn eptir framburði t. d. Rousseau rita
þeir Rússó og eins á að gera við rússnesk nöfn-
4*