Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 14

Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 14
16 EVRÓPA ÁRIÐ 1887. Alexander til að leggja heimleið sína um jþýzkaland og hitta Vilhjálm keisara í Berlin. Rússnesk skuldabréf voru í lágu verði á Jjýzkalandi, og héldu Rússar að þau mundu hækka aptur, ef keisararnir hittust. Alexander fór 17. nóvember frá Höfn og kom morguninn hinn 18. til Berlinar. Bismarck hafði komið til Berlínar kvöldið áður. Alexander gerði honum boð að koma og tala við sig einslega. Bismarck kom og sátu þeir á tali í 11 /2 klukkustund. Enginn hefur heyrt tal þeirra, en leitt hafa þýzk blöð getum um það, sem munu vera nær sönnu eptir því sem fram hefur komið síðan. Keisari hafði rokið upp á Bismarck, og sagt honum, að þó hann létizt vera sér vinveittur, þá færi hann samt með undirferli móti sér. Bis- marck svaraði honum af þjósti, en Stillti sig þó vei, að honum skjátlaðist og að hann dæmdi sig og sína pólitik eptir fölsuð- um skjölum, sem hann hefði lesið á Fredensborg. Sannfærði hann svo keisara um, að þessi skjöl væri fölsuð. Alexander var í veizlu hjá Vilhjálmi keisara og fór svo heim samdægurs. þýzk blöð, einkum Kölnartíðindi og Kreuz-Zeitung, skýrðu frá skjöl- unum og beindu því að ýmsum, að hafa ritað þau og komið þeim i hendur Alexanders. Orleansættin var bendluð við þau og einkum var þvi beint að Maríu af Orleans, konu Valdemars Danaprins. Hin danska stjórn neitaði, að nokkur af hennar venzla- eða vandamönnum hefði átt við skjölin og hið sama gerði Orleansættin. Menn vita enn ekki, hver eða hverjir hafa ritað þessi skjöl. J>au komu út á nýjársdag 1888 i blaði hinnar þýzku keisarastjórnar «Reichs- und Staatsanzeiger» með leyfi Alexanders keisara. þ>au eru 4. 'þrjú þeirra eiga að vera frá Ferdínand af Coburg til frænku hans, sem er gipt greifanum af Flandern, bróður Belgakonungs. Hið fjórða og merki- legasta átti að vera frá sendiherra þjóðverja í Vín til Ferdí- nands. Af bréfunum mátti ráða, að Bismarck hefði eggjað Ferdínand á að fara til Búlgaríu og lofað honum stuðning þó hann léti annað í veðri vaka. f>að eitt má segja um þessi skjöl, að ekki hafa þau bætt samlyndið milli Rússa og jþjóðverja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.