Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 53
RÚsSLAND.
55
gaf út tvö blöð, Moskvutíðindi og Rússki Vjestnik (Rússneskar
fréttir), sem hann ritaði að mestu leyti sjálfur. það er eins
dæmi í sögunni, að embættislaus maður, ritstjóri blaðs, skyldi
ráða svo miklu í prentfrelsislausu einveldislandi, að hann hirti
ekki um hvað ráðgjafarnir sögðu um blaðagreinir hans, og
skrifaði eins og honum leizt. En bæði Alexander 3. og Alex
ander 2. urðu optast á Katkoífs máli, þegar til þeirra kom og
var hann því kallaður varakeisarinn, og þetta ofurvald hafði
hann síðan 1863, er uppreisn Pólverja lauk. Eptir lát hans
sendi keisari ekkju hans bréf og talar hann i því um þjóð-
missi Rússlands. Öll Moskva klæddist sorg og margir Frakkar
komu til að vera við jarðarför hans, þar á meðal Dérouléde
fyrir hönd hins franska þjóðvinafélags. Margar hjartnæmar
ræður voru haldnar yfir moldum hans. Dérouléde voru haldnar
stórveizlur og Rússar létu á margan hátt i ljósi vináttu sína
til Frakka. Dérouléde fór um Höfn á heimleiðinni og var
þar nokkra daga og hefur hann sagt i blaðinu Figaro, að
Danir verði Frakka megin, þegar hinn mikli dagur kemur (sic).
Katkoff var 67 ára að aldri er hann dó. Rússar segja, að
dauðinn sé orðinn bandamaður Bismarcks, því hann hefur lagt
að velli 3 hættulegustu fjandmenn hans, Gambetta, Skobeleff
og Katkoff.
Um vorið 1887 komu ný og merkileg lög (ukas) á Rúss-
1 andi, sem banna útlendingum að eignast eða leigja fasteignir
vestan á Rússlandi norðan frá Eystrasalti og suður til Svarta-
hafs. f>að var auðséð handa hverjum þessi lög voru sniðin.
þjóðverjar búa í vesturhluta Rússlands fram með Eystrasalti
og viðar svo hundruðum þúsunda skiptir. Fláskólinn í Dorpat
á Líflandi er lúterskur og þýzkur að mestu leyti. Nú svíður
Rússum að löndin fram með Eystrasalti, sem voru slafnesk, eru
orðin blendin og ókristin. þeir reyna á alla vegu að gera
þau rússnesk aptur og skipa hinum þýzku prófessórum að
kenna á rússnesku. þjóðverjar kvarta yfir því, en Rússar núa
þeim þá í nasir að ver fari þeir með þá Frakka, Dani og þjóð—
verja, sem eru þegnar hins þýzka rikis. það sem þjóðverjum