Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 83
ISLAND.
85
við ibúa hennar, en vegna hinna ágætu bókmennta þeirra i
fornöld, sem ekki eiga sinn líka hjá neinni þjóð sem stendur
— jeg á við Island (oh! frá mótstöðumönnum stjórnarinnar).
Mér sýnist hinum heiðruðu þingmönnum andspænis oss vera
undarlega annt um að heyra ekkert um þetta efni. Liklega
vilja þeir heldur, að jeg éti upp aptur alla hina þreytandi og
margjórtruðu röksemdaleiðslu, sem vér höfum hlustað á frá
þessum bekkjum, en að jeg reyni að gera þetta mál ljósara
með nýju dæmi. Islendingar, sem eru hugstór og menntuð
þjóð, þó landið sé strjálbyggt og fátækt, áttu í 30 ár í bar-
áttu við hið danska konungsvald. jþeir heimtuðu sjálfsforræði;
þeir mótmæltu því, að þeim væri stjórnað i Danmörk og af
Danmörk. þegar Danmörk bauð þeim atkvæði og sæti á
hennar þingi, þá neituðu þeir þvi, af þvi þeir mundu verða
ofurliði bornir þar, og af þvi það þing, sögðu þeir, kærði sig
ekkert og vissi ekkert um mál þeirra. Arið 1874 lét hin
danska stjórn loksins undan og veitti hinu islenzka alþingi
(hið gamla sögunafn á þingi þeirra) það, sem kalla má sjálfs-
forræði. Síðan hefur allt gengið með nokkurnvegin sátt og
samlyndi. íslendingar eru enn ekki ánægðir, því þeir vilja að
aðsetur stjórnarinnar (hinnar íslenzku), sem Danir halda áfram
að hafa í Höfn, skuli flutt til höfuðborgar íslands. þeir hafa
því einungis fengið helminginn af þeirri heimastjórn, er þeir
heimtu og helminginn af þeirri heimastjórn, er vér ætlum að
gefa Irlandi með þessu frumvarpi.
Lord Randolph Churchill (þingmaður South Paddingtons):
Hvað langt er milli Islands og Danmerkur?
Bryce:
Hinn göfugi lávarður mun sjá það, ef hann lítur á kortið.
Lord Randolph Churchill:
Er það hérumbil 1000 mílur (enskar)?
Bryce:
Hérumbil 1100 mílur; jeg skal gefa hinum göfuga lávarði
100 mílur i viðbót. Fjarlægðin breytir engu verulegu í rök-
semdaleiðslu minni. það var alveg eins hægt fyrir Dani að
segja, að þeir vissu miklu betur hvað íslendingum væri fyrir