Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 62
64
NOKEGUR.
og svo býr Kristófer Janson í Bandafylkjunum og Árni Garborg
er þá hinn eini af heldri skáldum, sem býr heima. Mun þeim
þykja heldur dauflegt heima fyrir.
Tekjur og útgjöld standast nærri á og eru um 48 miljónir
króna.
Her Norðmanna er um 18,000 manns. Norðmenn eiga
nærri þrefalt eins mörg seglskip og Danir og nærri tvöfalt eins
mörg gufuskip. Ágæt landbúnaðar- og fiskisýning var haldin
í þrándheimi um sumarið 1887. Norðmenn hafa fundið hina
beztu aðferð til að klekja út þorski sem til er.
þetta ár fannst víkingaskip í haugi, sem lærðir menn halda,
að sé haugur Guttorms sonar Eiríks blóðaxar, sem féll i orustu
við Hákon Aðalsteinsfóstra skammt þaðan.
Svíþjóð (Sverige).
Tollar. Kosningar. Útflutningar. Bækur.
Tollmálið frá fyrra ári kom strax fram á þingi í byrjun
ársins. þegar þingdeildirnar gátu ekki komið sér saman um
að leggja tolla á kornvöru, þá réði Themptander, forstöðu-
maður ráðaneytisins, sem sjálfur var í tollfénda fiokki, kon-
ungi til að rjúfa þing og kosningar um vorið. Sjaldan hafa
verið eins miklar æsingar og eins mikill ákafi við kosningar
í Svíþjóð. það var líka sjaldgæft, að sósialistar voru í stjórnar-
eða tollféndaflokkinum. Vinnumenn kusu tollféndur af því
þeir sáu að matur mundi verða dýrari, ef tollarnir kæmust á.
Víða komust flokkarnir í handalögmál út af tollunum.
Kosningunum lauk svo, að tollféndur urðu hérumbil 60 manns
fleiri en hinir. Nú var farið að þrefa um tolla aptur og þing-
deildirnar komu sér ekki saman um þá. Tollvinir sögðu, að
landið mundi leggjast í auðn ef landbúnaði væri ekki hjálpað
með tollum á kornvöru o. fl. Fólk færi úr landi til Ameríku
svo þúsundum skipti. Stjórnin lét þá vera kosningar til neðri