Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 44
46
ÍTALÍA.
Neapel. Hinn 29. júlí dó Agustino Depretis, 76 ára að aldri
eptir stutta legu. Hann var hinn mesti sæmdarmaður; hafði
hann verið í öllum ráðaneytum á Italíu í hin siðustu 11 ár og
dó þó í fátækt, svo sonur hans er bláfátækur. Jarðarför hans
var vegleg gjörð á kostnað ríkisins og sonur hans verður alinn
upp á kostnað þess. Nú tók Crispi algjört við eptir hann og
fylgði stefnu hans í utanríkismálum, þó margir byggist við að
hann mundi halla sér meir að Frökkum en þjóðverjum. En
það varð ekki, sem sjá má af Evrópukaflanum. Hann heldur
sér við orðtækið: Italia fará da se (Ítalía er sjálfri sér næst).
Italir vilja drottna á Miðjarðarhafinu og þessvegna hafa þeir
gengið í sambandið móti Frökkum og tekið saman við fjand-
menn sína Austurríkismenn, sem enn þá halda ítölskum lönd-
um; þau lönd kalla ítalir Italia irredenta (hin óleysta
Italía). Um árslok voru Italir að semja um nýjan verzlunar-
samning við Frakka en var ekki gengið saman. í ýmsum smá-
atriðum gera hvorir öðrum til ógreiða og Frakkar bregða þeim
um svart óþakklæti við sig, sem hafi bjargað Italíu undan út-
lendu oki.
Her ítala er hátt uppí miljón manns og í flota sínum eiga
þeir einhverja hina mestu bryndreka í heimi, þó að Frakkar
hafi töluvert meiri flota.
Páfinn er ráðríkur og á opt í brösum við stjórnina. Hann
kvað vera mikill hyggindamaður og ber þess líka vott í við-
skiptum hans við Bismarck, íra o. fl. Hann hefur látið sendi-
mann ferðast um Irland í meir en heilt ár, og kynna sér hið
írska mál. Kvað hann hafa látið i ljósi við sendimenn Salisburys
í Róm, að hann væri íra megin.
J>að á að reisa likneski af Giordano Bruno, hinum ágæta
heimspeking, sem var brenndur 17. febrúar 1600 á Campo dei
fiori (Blómsturvöllur) i Róm fyrir trúarvillu; á það að standa
á sama stað og hann var brenndur og hefur risið út af þessu
löng rimma milli rammkaþólskra og frelsisvina í Róm. Stjórnin
lætur reisa líkneskið hvað sem páfinn segir.
Italir eiga marga vísindamenn og skáld. Lögfræðingur-
inn Lombroso og málfræðingurinn Ascoli eru heimsfrægir menn.