Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 44

Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 44
46 ÍTALÍA. Neapel. Hinn 29. júlí dó Agustino Depretis, 76 ára að aldri eptir stutta legu. Hann var hinn mesti sæmdarmaður; hafði hann verið í öllum ráðaneytum á Italíu í hin siðustu 11 ár og dó þó í fátækt, svo sonur hans er bláfátækur. Jarðarför hans var vegleg gjörð á kostnað ríkisins og sonur hans verður alinn upp á kostnað þess. Nú tók Crispi algjört við eptir hann og fylgði stefnu hans í utanríkismálum, þó margir byggist við að hann mundi halla sér meir að Frökkum en þjóðverjum. En það varð ekki, sem sjá má af Evrópukaflanum. Hann heldur sér við orðtækið: Italia fará da se (Ítalía er sjálfri sér næst). Italir vilja drottna á Miðjarðarhafinu og þessvegna hafa þeir gengið í sambandið móti Frökkum og tekið saman við fjand- menn sína Austurríkismenn, sem enn þá halda ítölskum lönd- um; þau lönd kalla ítalir Italia irredenta (hin óleysta Italía). Um árslok voru Italir að semja um nýjan verzlunar- samning við Frakka en var ekki gengið saman. í ýmsum smá- atriðum gera hvorir öðrum til ógreiða og Frakkar bregða þeim um svart óþakklæti við sig, sem hafi bjargað Italíu undan út- lendu oki. Her ítala er hátt uppí miljón manns og í flota sínum eiga þeir einhverja hina mestu bryndreka í heimi, þó að Frakkar hafi töluvert meiri flota. Páfinn er ráðríkur og á opt í brösum við stjórnina. Hann kvað vera mikill hyggindamaður og ber þess líka vott í við- skiptum hans við Bismarck, íra o. fl. Hann hefur látið sendi- mann ferðast um Irland í meir en heilt ár, og kynna sér hið írska mál. Kvað hann hafa látið i ljósi við sendimenn Salisburys í Róm, að hann væri íra megin. J>að á að reisa likneski af Giordano Bruno, hinum ágæta heimspeking, sem var brenndur 17. febrúar 1600 á Campo dei fiori (Blómsturvöllur) i Róm fyrir trúarvillu; á það að standa á sama stað og hann var brenndur og hefur risið út af þessu löng rimma milli rammkaþólskra og frelsisvina í Róm. Stjórnin lætur reisa líkneskið hvað sem páfinn segir. Italir eiga marga vísindamenn og skáld. Lögfræðingur- inn Lombroso og málfræðingurinn Ascoli eru heimsfrægir menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.