Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 66
68
ASÍA.
Tseng sigraðist á öllum mótbárum. Bandarikin, England og
þýzkaland keppast um að ná í járnbrautagjörðina og nú lítur
út fyrir að Bandaríkin verði hlutskörpust.
J>að er eðlilegt að af hinum mikla grúa af Kínverjum
(meir en 400 miljónum) leiti sumir til annara landa. En þar
amast menn við þeim, því þeir þurfa ekki nema helming,
þriðjung og þaðan af minna af launum vinnumanna i Evrópu,
Ameríku og Astralíu; þeir lifa á tómum hrisgrjónum eða ef
þeir lifa á annari fæðu þá lifa þeir fádæma spart. þessvegna
er vinnumönnum í þessum löndum nauðilla við þá og hafa
fengið lög í Ameríku og Ástraliu móti innflutning þeirra. í
Evrópu eru enn engin lög móti þeim, því þangað koma fáir
af þeim.
Kinverjum er mjög illa við hina víggirtu höfn Vladivo-
stock, sem Rússar hafa gert við flóann, sem þeir kalla flóa
Péturs mikla. þeir segja, að Rússar sé alltaf að færa landa-
mærin suður á við og floti þeirra eigi nú ekki langt til Pei-ho-
fljótsins og Peking. þessvegna ætla Kínverjar að sæta hinu
fyrsta tækifæri t. d. ef Rússar kæmist i stríð i Evrópu, að ná
aptur löndum sínum við Amúrfljótið.
Japan.
Framfarir. Blöð.
Japanskur ritstjóri, sem kom til Lundúna haustið 1887,
sagði hinum ensku blöðum margt fróðlegt úr því landi. Japan
(eða Nippon = land sólaruppkomunnar) hefði eins góða af-
stöðu austan við Asiu til allra verzlunarviðskipta eins og Eng-
land vestan við Evrópu og hefði hérumbil jafnmarga ibúa.
J>að ætti mikla framtíð fyrir höndum og Japansmenn væru nú
að búa sig undir hana; þeir hefðu sent menn um öll lönd til
að kynna sér allt það, sem bezt væri hjá öðrum þjóðum og
það mundu þeir innleiða hjá sér. f>ing eptir ensku sniði kæmi
saman í fyrsta sinn 1890. A hinum síðustu 10 árum hefði
Japan umskapast svo mikið, að það væri óþekkjanlegt og öll-
um kæmi saman að taka Evrópusniðið, en þá greindi á um,
hvað fljótt skyldi taka upp ýmislegt. I verknaði tæku þeir