Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 21
ENGLAND.
23
hann kallaðist, utanríkisráðgjafi, varð bráðkvaddur 12. janúar á
skrifstofu Salisburys, sem tók við utanríkismálum eptir hann.
Harcourt, sem hafði verið utanríkisráðgjafi hjá Gladstone,
reyndi að semja um samkomulag í írska málinu við Chamber-
lain o. fl., en það gekk ekki saman með þeim. Hinn 27.
janúar var þing sett. f>egar farið var að ræða um svar þings
upp á þingsetningarræðuna, komu írar með ótal breytingar-
atkvæði við það og endaleysu og lokleysu ræður; svarið var
ekki afgreitt frá neðri málstofunni fyr en 17. febrúar. Stiórnin
kom nú með frumvarp móti þessari lokleysu Ira, Enginn nema
forseti gat áður komið með uppástungu um, að umræðum skyldi
hætt og gengið til atkvæða. Nú átti hver þingmaður að hafa
rétt til þess og meiri hluti svo að skera úr. Eptir umræður í
heilan mánuð, var frumvarpið samþykkt og hefur stjórnin beitt
þvi óspart síðan. Hicks-Beachs, ráðgjafi Irlands, sagði af sér
vegna sjóndepru í marzmánuði og Arthur Balfour, frændi
Salisburys, tók við. Hann lagði fyrir þing 28. marz, frumvarp
sem hann kallaði Crimes Bill (glæpafrumvarpið) eða frumvarp
til laga um að koma í veg fyrir glæpi á Irlandi og refsa fyrir
þá. Vald dómenda til að rannsaka og dæma glæpamál var
aukið; vald kviðdóma var minnkað svo mikið sem unnt var.
Fyrir ýmsa tiltekna glæpi má refsa með allt að 6 mánaða
betrunarhúss vinnu. Irajarl má lýsa yfir að þessi löggildi, í hverju
héraði sem honum lízt þess þurfa, og sömuleiðis lýsa yfir, að félög,
sem honum þykja hættuleg, sé bönnuð og refsing lögð við, að
vera á fundum þeirra. En jarl er skyldur innan 7 daga að
leggja yfirlýsinguna fyrir þing. Grein um að ýms glæpamál
mætti dæma yfir á Englandi var felld burt eptir samkomulagi
við flokk Hartingtons, sem þótti það of hart. J>eir Gladstone
og Parnell börðust með hnúum og hnefum móti frumvarpinu á
allar lundir og sögðu það væri óþarft og svivirðilegt fyrir hina
ensku þjóð. þegar gengið var til atkvæða eptir fyrstu umræðu
þá gengu þeir og þeirra flokksmenn burt af þingi og greiddu
ekki atkvæði. Á annan í páskum var stórkostlegur fundur
haldinn í Hyde Park í Lundúnum, til að lýsa yfir óánægju
manna yfir frumvarpinu. Um 100,000 manns voru á fundinum