Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 39

Skírnir - 01.01.1888, Side 39
&ÝZKALAND. 41 ann og að ráðum konu sinnar hefur hann kallað enskan lækni, Mackenzie að nafni, til að lækna sig. Ymsir þýzkir læknar hafa sagt, að það væri krabbamein og er spáð krónprins muni deyja úr því. Er það mikill skaði fyrir þýzkaland, þvi krón- prinsinn er mikill atgjörfismaður til sálar og líkama. Kona hans er elzta dóttir Victoriu og alin upp í ensku frelsi. Henni og Bismarck er ekki vel til vina, og heldur hann, að þau hjónin mundu breyta stjórnarhorfi á þýzkalandi, ef krónprins- inum verður lifs auðið. Krónprinsinn býr sem stendur í San Remo á Italíu, og er eigi hægt að segja, hvort þetta mein dregur hann til dauða. Vilhjálmur, elzti sonur krónprinsins, stendur næstur til ríkiserfða og er sagt, að hann vilji helzt halda öllu i stjórnarhorfi Bismarcks. Otto von Bismarck, Reichskanzler (rikiskanselleri) á þýzka- landi, hélt embættisafmæli 23. september ; þann dag voru 25 ár síðan hann varð ráðgjafi. Hann var sendiherra i París 1862 og hét Bismarck-Schönhausen. Nú lætur hann sér nægja, að heita Bismarck. Keisari sendi honum bréf og blómsveig úr járni enda hefur það lengi verið orðtak Bismarks: Eisen und Blut (járn og blóð). það hefur heldur enginn stjórnvitringur unnið eins mikil afreksverk á þessari öld með járni og blóði eins og hann. þessvegna er um hann eins og Júpiter á Olymp; þegar hann hleypir brúnum þá skelfur Evrópa. Hann er nú farinn að eldast (fæddur 1815) og býr optastnær á hallargörðum sinum, Friedrichsruhe og Warzin. Sonur hans Herbert Bismarck er önnur hönd hans i utanríkismálum og segja þjóðverjar, að hann sé eptirmynd karlsins og muni taka við af honum, þegar hann er orðinn þreyttur. Pólverjar norðaustan til á þýzkalandi eru rúmar 2 miljónir. þeir sæta þungum kostum. Prússar þröngva að þeim meir og meir. Um haustið 1887 var skipað, að öll kennsla skyldi fara fram á þýzku í pólskum skólum. Mótmæli Pólverja lét stjórnin eins og hún heyrði og sæi ekki. það var einu sinni sagt, að Bismarck ætlaði að reisa við Pólland og hafa það eins og varnargarð móti Rússum. Nú eru Pólverjar hættir að hugsa það. þeir Frakkar, Pólverjar og Danir, sem eru þegnarþýzka-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.