Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 10

Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 10
12 EVRÓPA ÁRIÐ 1887. dugandi maður, með tveim öðrum tók við landsstjórn. f>eir sendu menn i öndverðum desembermánuði 1886 til að biðja stórveldin að útvega þeim fursta. Sendimenn fóru fyrst til Vinar. þar hittu þeir foringja í liði Austurríkiskeisara, Ferdí- nand nokkurn, prins af Coburg, sem er lítið hertogadæmi á miðju þvzkaiandi. Sagt var, að þeir hefði mangað til við hann, um að taka við furstatign, en hann tekið því fjarri að stofna sér í þann voða. þetta átti samt fyrir honum að liggja. Sendimenn fóru nú til Berlínar, Lundúna, Parísar, Rómaborgar og Constantinópel. Lík svör fengu þeir á öllum stöðum: þið verðið að vingazt við Rússa og sjá svo hvað setur. Menn vissu reyndar ekki, hvort meira hefði ekki verið sagt við þá af stjórnunum í Vín og Lundúnum, en þótti þeir hafa lítið upp úr öllu ferðalaginu. Rússar héldu áfram að spana Búlgara upp móti stjórninni með mútum og fortölum á allar lnndir. þeim heppnaðist loks að fá hermenn til að gera uppreisn í önd- verðum mars, í bæjunum Silistría og Rúsjtjúk, við Dóná. En hér sannaðist sem optar hið fornkveðna, sér grefur gröf þó grafi. Uppreistin var kúguð á augabragði og oddvitar hennar voru dæmdir til dauða. Grafir voru grafnar, þeim var raðað á grafarbakkana, skotnir og hrundið ofan í. Sagt er, að Rússakeisari gefi ekkjum þeirra lífeyri. Rússar héldu áfram uppteknum hætti eins eptir sem áður. Einkum voru nú sam- særi soðin og tilbúin i Constantínópel. þar dvaldist Zankoff sem er einn af aðalforingjum Rússavina í Búlgaríu. Elckert varð úr öllum þessum samsærissuðum og þeim heppnaðist jafn- vel ekki að sprengja í lopt upp hús i Sofíja, höfuðborg Búlgaríu. Stambúloff leiddist nú þetta þóf og hann kvaddi til þings í Tirrnóva (Trnova), hinni fornu höfuðborg landsins. Hann sendi menn, í júní, á fund Alexanders af Battenberg, sem Búlgarar vilja heldur en nokkurn annan mann til fursta yfir sig, því þeim er minnisstæð herferð hans á móti Serbum. Alex- ander neitaði að taka við kosningu. Hann dvelst nú á þýzka- landi i föðurgarði og kvað sækja að honum svefnleysi, síðan hann varð fyrir þeim ósköpum, sem frá var sagt i siðasta Skírni. þing Búlgara, sem kallast «Sobranje», var sett 3. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.