Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 10

Skírnir - 01.01.1888, Page 10
12 EVRÓPA ÁRIÐ 1887. dugandi maður, með tveim öðrum tók við landsstjórn. f>eir sendu menn i öndverðum desembermánuði 1886 til að biðja stórveldin að útvega þeim fursta. Sendimenn fóru fyrst til Vinar. þar hittu þeir foringja í liði Austurríkiskeisara, Ferdí- nand nokkurn, prins af Coburg, sem er lítið hertogadæmi á miðju þvzkaiandi. Sagt var, að þeir hefði mangað til við hann, um að taka við furstatign, en hann tekið því fjarri að stofna sér í þann voða. þetta átti samt fyrir honum að liggja. Sendimenn fóru nú til Berlínar, Lundúna, Parísar, Rómaborgar og Constantinópel. Lík svör fengu þeir á öllum stöðum: þið verðið að vingazt við Rússa og sjá svo hvað setur. Menn vissu reyndar ekki, hvort meira hefði ekki verið sagt við þá af stjórnunum í Vín og Lundúnum, en þótti þeir hafa lítið upp úr öllu ferðalaginu. Rússar héldu áfram að spana Búlgara upp móti stjórninni með mútum og fortölum á allar lnndir. þeim heppnaðist loks að fá hermenn til að gera uppreisn í önd- verðum mars, í bæjunum Silistría og Rúsjtjúk, við Dóná. En hér sannaðist sem optar hið fornkveðna, sér grefur gröf þó grafi. Uppreistin var kúguð á augabragði og oddvitar hennar voru dæmdir til dauða. Grafir voru grafnar, þeim var raðað á grafarbakkana, skotnir og hrundið ofan í. Sagt er, að Rússakeisari gefi ekkjum þeirra lífeyri. Rússar héldu áfram uppteknum hætti eins eptir sem áður. Einkum voru nú sam- særi soðin og tilbúin i Constantínópel. þar dvaldist Zankoff sem er einn af aðalforingjum Rússavina í Búlgaríu. Elckert varð úr öllum þessum samsærissuðum og þeim heppnaðist jafn- vel ekki að sprengja í lopt upp hús i Sofíja, höfuðborg Búlgaríu. Stambúloff leiddist nú þetta þóf og hann kvaddi til þings í Tirrnóva (Trnova), hinni fornu höfuðborg landsins. Hann sendi menn, í júní, á fund Alexanders af Battenberg, sem Búlgarar vilja heldur en nokkurn annan mann til fursta yfir sig, því þeim er minnisstæð herferð hans á móti Serbum. Alex- ander neitaði að taka við kosningu. Hann dvelst nú á þýzka- landi i föðurgarði og kvað sækja að honum svefnleysi, síðan hann varð fyrir þeim ósköpum, sem frá var sagt i siðasta Skírni. þing Búlgara, sem kallast «Sobranje», var sett 3. júlí.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.