Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 22

Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 22
Ofát. Kenningar Hindhede. Það mun flestum vera kunnugt, að óvíða i heiminum kennir jafnmikillar örbirgðar og alls konar volæðis og i mestu menningarlöndunum, eins og t. d. á Englandi og í Ameríku. í Lundúnaborg er meiri auður og velmegun saman komin en nokkurstaðar annars á jafn-stóru svæði, og þar liflr mesti fjöldi manna við stöðugan sult og seyru og verður jafnvel hungurmorða við hliðina á kjötkötlum efnamannanna. Það er hryllilegt að hugsa til þess, að menskir menn skuli á slíkum stöðum þurfa að falla úr hor eins og skepnur í heyleysi og harðindum. En þó er enn ömurlegra til þess arna að vita, þegar manni um leið er sögð sú saga, að í þessum sömu löndum og borgum deyi langtum fleiri af ofáti en af sulti. Þetta fullyrða ýmsir frægir enskir læknar, eins og t. d. Dr. R. Wallace og Bell; Robertson og Henry Thomson eru á svipaðri skoðun og halda því fram, að alt að helmingi allra sjúk- dóma orsakist af ofáti. Eyðslusemi auðuga fólksins í mat og drykk keyrir fram úr öllu hófi á Englandi, eins og víða annarstaðar. Gamall merkur Englendingur, sem í elli sinni, þegar gigtin var farin að heimsækja hann, rendi augunum aftur á við yfir líf sitt, reiknaði saman, hve mikið hann hefði hér um bil látið í magann af mat og drykk, frá því er hann var 10 ára og þar til er hann varð sjötugur. Og honum ofbuðu þau ósköp. Hann sá i anda langa lest af tvíhjóluðum eineykisvögnum fleytifullum af mat og alls konar drykkjuin. Hægt og hægt rann lestin fram hjá honum og honum fanst sem hún ætlaði aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.