Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 22
Ofát.
Kenningar Hindhede.
Það mun flestum vera kunnugt, að óvíða i heiminum
kennir jafnmikillar örbirgðar og alls konar volæðis og i
mestu menningarlöndunum, eins og t. d. á Englandi og í
Ameríku. í Lundúnaborg er meiri auður og velmegun
saman komin en nokkurstaðar annars á jafn-stóru svæði,
og þar liflr mesti fjöldi manna við stöðugan sult og seyru
og verður jafnvel hungurmorða við hliðina á kjötkötlum
efnamannanna. Það er hryllilegt að hugsa til þess, að
menskir menn skuli á slíkum stöðum þurfa að falla úr
hor eins og skepnur í heyleysi og harðindum. En þó er
enn ömurlegra til þess arna að vita, þegar manni um leið
er sögð sú saga, að í þessum sömu löndum og borgum
deyi langtum fleiri af ofáti en af sulti. Þetta fullyrða
ýmsir frægir enskir læknar, eins og t. d. Dr. R. Wallace
og Bell; Robertson og Henry Thomson eru á svipaðri
skoðun og halda því fram, að alt að helmingi allra sjúk-
dóma orsakist af ofáti. Eyðslusemi auðuga fólksins í mat
og drykk keyrir fram úr öllu hófi á Englandi, eins og
víða annarstaðar. Gamall merkur Englendingur, sem í
elli sinni, þegar gigtin var farin að heimsækja hann, rendi
augunum aftur á við yfir líf sitt, reiknaði saman, hve
mikið hann hefði hér um bil látið í magann af mat og
drykk, frá því er hann var 10 ára og þar til er hann varð
sjötugur. Og honum ofbuðu þau ósköp. Hann sá i anda
langa lest af tvíhjóluðum eineykisvögnum fleytifullum af
mat og alls konar drykkjuin. Hægt og hægt rann lestin
fram hjá honum og honum fanst sem hún ætlaði aldrei