Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1908, Qupperneq 48

Skírnir - 01.12.1908, Qupperneq 48
336 Kvenréttindahreyfingin í Ameríku. prúða framkomu, sagði að þær gætu ekki brugðist svo trausti félaga sinna, sem hefðu sent þær. Wendell Phillips hélt svörum uppi fyrir þær, og kvað menn ekki geta strikað þær út af félagsskránum. Til þess hefðu þær of mikið hjálpað þeim. Þær hefðu borið fánann; þeir hefðu fylgst á eftir. Svo mikið gætu þeir ekki tekið ensk háðblöð til greina. En engin vörn dugði. Konurnar, sem ferðast höfðu um þvera Ameríku til að vekja áhuga manna á þræla- málinu, voru nú gerðar fundarrækar, og fengu að eins að hlusta á frá rimlaðri áheyrandastúku. Þegar þær Elizabeth Stanton og Lukretia Mott gengu heim í gistihúsið, sem þær höfðust við í, um kvöldið eft- ir þenna eftirminnilega fund, þá má geta nærri, að þeim hafi verið allþungt i skapi. Þeim kom þá ásamt um, að þeg- ar þær kæmu heim til Ameríku skyldu þær setja K v e n- réttíndafélag á fót. Elizabeth Stanton hafði oft furðað sig á því í upp- vexti sínum, að menn teldu það meiri hamingju að eign- ast son en dóttur. Þegar hún var 4. ára, eignaðist hún systur og heyrði kunningjafólkið aumka foreldra sína fyr- ir það. Þegar hún var 11 ára, dó einkabróðir hennar, og hún ásetti sér nú að bæta föður sínum upp sonarmiss- inn með því að læra það sama sem hann mundi hafa lært. En hversu vel sem henni gekk, hrósaði faðir hennar henni aldrei, heldur sagði andvarpandi: »Eg vildi óska að þú værir drengur«. Faðir hennar var dómari. Oft sá hún og heyrði fá- tækar skozkar konur koma þangað og leita lagaverndar hjá honum gegn því, að menn þeirra gæfu sonum sínum allar eigurnar eftir sinn dag, en skyldu þær eftir blá- snauðar. Einu sinni þegar hún var barn, ætlaði hún að rífa þessi ákvæði úr lögbókum föður síns, en þá sýndi 'hann henni fram á, að það væri gagnslaust. Hún skyldi heldur, þegar hún yrði fullorðin, fá að tala máli þessara kvenna fyrir þinginu, og fá það til að breyta þessurn lögum. Hún segir sjálf síðar, að það hafi verið undarlegt,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.