Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 31
Ofát.
3L9
að illa tugginn raatur er oas óhollur, og aldrei verður
nógu vel brýnt fyrir fólki að tyggja sem allra bezt allan
mat. — Danskur tannlæknir, A. Bramsen, hefir öðrum
fremur reynt að sýna fram á, hve nauðsynlegt sé að
tyggja vel, í bæklingi, sem hann kallar »Kunsten at spise«
(Listin að eta), og hefir sá bæklingur hans náð mikillL
útbreiðslu og vakið töluverða eftirtekt víðs vegar um
lönd. Vil ég í stuttu máli skýra frá kenningu Bramsens,
þó að eg sé honum ekki að öllu samdóma. Bramsen
segir listina í því fólgna að tyggja nógu rækilega, og það
ekki eiuungis alt þurmeti, heldur einnig alla fljótandi
fæðu. Þetta kveðst hann sjálfur gera og tyggja þangað
til að alls ekkert bragð finst af matnum, eða þangað til
alt er orðið vatnsþunt. Þá segir hann, að maturinn renn-
ist ósjálfrátt niður. Með þessu móti segist hann ekki
þurfa að borða nema þriðjunginn af því, sem hann þurfti
áður. En þetta tekur langan tíma í hvert skifti, því að
hann situr vanalega þrjá fjórðunga stundar við hverja
máltíð. Afleiðingin verður sú, að hann sparar töluvert
fé; enn fremur líður honum betur, því að haun finnur
aldrei til neinnar óþægilegrar fylli á eftir máltíð; og i
þriðja lagi kveðst hann losna við það ómak, að ganga
þarfinda sinna á hverjum degi, eins og menn annars eru
vanir. Þegar maturinn er svo ýtarlega tugginn, geta
meltingarfærin sogið hann því nær allan í sig, án þess
að nokkuð fari til spillis. Með öðrum orðum, hann þarf
ekki að hafa hægðir oftar en í mesta lagi einu sinni á
viku. Og þar við bætist, að hægðirnar eru ekki að eins
ofurlitlar, heldur öldungis lausar við allan óþef. Hann
lýsir þessum litlu hægðum sínum svo, að þær séu ámóta
geðslegar og rjúkandi brauð, nýtekið út úr bakaraofni. —
Þetta mun vera nokkuð orðum aukið; en ekki sakar
að tyggja eins og Bramsen, og má þá sannfærast um,
hvort hann hefir rétt að mæla.
Það er annar danskur maður og merkari en Bratnsen,.
sem á seinni árum hefir skrifað mikið um mat, og hversu
það sé holt manni að gæta hófs, ekki síður í mat en
drykk Þessi maður er Hindhede læknir í Skanderborg