Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 67

Skírnir - 01.12.1908, Side 67
Islenzk heimspeki. 355 að ekki er nema skylt að geta þess hér, að svo mikinn hnekki sem guðfræðin gerði heimspeki Brynjúlfs, þá var alt öðru máli að gegna um prestana. Atti hann þar eitt- hvert sitt mesta athvarf sem prestarnir voru (einkum nokkrir alkunnir menn í þeirri stétt), og er það þeim til mikils sóma hvernig þeir hafa reynst heimspeking vorum. Þá segir Brynjúlfur frá því, hvernig rit Magnúsar Eiríkssonar vöktu hjá honum trúvarnarhvöt, og hver voru tildrög kvæðisins »Skuggi og ráðgáta«. En þó að Brynj- úlfur hafi ort talsvert mikið, þá er hann víst, eins og hann sjálfur hefir fundið, naumast skáld. Og þó að hann riti skýrt og glögt og á allgóðu máli yfirleitt, þá getur hann líka naumast kallast málsnillingur; glæsilegar og hljómandi líkingar t. a. m. rekur lesandinn sig ekki á hjá honum og svipar honum í þessu til sumra merkra heimspekinga. Hugur hans hefir umfram alt beinst að því, að fá sem bezt samræmi í hugmyndakerfið. En þar sem engu slíku kerfi var til að dreifa, eins og hjá spek- ingum fornaldar vorrar, beindist hugvitið, þegar frístund gafst frá uppeldis- og ófriðaráhyggjum, að því að móta einstök orð og orðskviði. Þegar hér er komið sögunni reynir Brynjúlfur til að hverfa frá þessum hugleiðingum sínum. Liggur nærri að geta þess til, að hann hafi fundið til þess þótt óljóst væri, að hann væri á afvegum sem heimspekingur, með trú- vörn sína og kveðskap. Fer hann nú að hugsa um lands- ins gagn og nauðsynjar og ritar fjölda af blaðagreinum. Og líða svo nokkur ár. En svo fer þó að lokum, að heimspekin laðar hann tíl sin enn að nýju, og um fimtugt hefst sú hugsun hans sem bezt er og sízt til baga guðfræðiblandin. Það lýsir sönnu heimspekingseðli hvað það er, sem nú vekur hugs- un hans. Hann undrast hina sterku og margbreyttu eftir- sókn eftir því að lifa, frekjuna til fjörsins, er mætti svo nefna; og hins vegar, að lifandi verum er lífsskilyrði að eyða lifandi verum. Lífið er óvinur lífsins. Þar rísa upp geigvænlegar spurningar. En andinn er enn ekki nógu 23*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.