Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 9
Grifeldur.
297
— Og hann lét vel yfir —?
— Já. Hann kvartaði að vísu um rúmleysi í blaðinu.
Annars held eg að hann hefði tekið hann í síðasta blað
— Sjáum til.
— Svo hitti eg hann aftur, og bað hann endilega að
taka hann í biaðið, sem kæmi út um hvítasunnuna.
— Og hann ætlar að gera það?
— Já, það er eg viss um.
— Spurði hann ekki um ástæðuna? spurði eg og leit
brosandi framan í Jónas.
— Nei. — En hann var skolli kendur.
Jónas var svo barnalega glaður yfir þessu, að eg gat
ekki annað en samglaðst honum. En sú hamingja, sem
morgundagurinn átti að færa honum! Fyrst trúlofuniria,
og svo kvæðið í ofanálag!
Eg kannaðist við kvæðið »Gráfeld«, því Jónas hafði
oftar en einu sinni þulið það yfir mér. Það var um tind-
inn upp af Gráfeldseyri, æskuvin okkar beggja. Það var
liðlega rímað og stórlýtalaust; en raunar var það ekki
annað en kvæði Kristjáns Jónssonar um Dettifoss snúið
upp á Gráfeld. Bragarhátturinn var sá sami og hugsunin
nauðalík. Efnið var ástar- og aðdáunargæla til fjallsins.
En niðurlag kvæðisins var brennandi bæn til vætta þeirra,
sem Gráfeld bygðu, að þær gæfu honum að kvæðislaun-
um það, sem þær sæju honum fyrir beztu.
— En hvernig gekk þér hjá gullsmiðinum ? spurðí
eg eftir dálitla þögn.
— Vel. Eg stóð yfir karl-skrattanum þangað til hann
var búinn. Var ykkur ekki farið að leiðast?
— O-o, nokkuð svo. Einar gamli 'var farinn að
»syndga«. — En Baldvin var á vísum stað, þar sem vel
fór um hann! — Þú hefir þá fengið hringana.
— Já, þeir erj hérna. — Hann seildist ofan í vestis-
vasa sinn og tók þar upp ofurlítinn silkipappírs-bögguL
og sýndi mér. Þar mótaði skýrt fyrir tveim hringum.
— Er grafið innan í þá?