Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 44

Skírnir - 01.12.1908, Page 44
332 Kvenréttindahreyfingin í Ameriku. kvekarasafnaðanna frá Massachusetts til Virginíu, tækifærí til þess að kynnast þrælamálinu. Og hún segir sjálf, að sér hafi fundist skylda sín að tala móti þrælahaldinu, bæði í tíma og ótíma, hvar og hvenær sem færi ga fst, ekki einungis innan safnaða sinna, heldur einnig á fund- um í þrælafrelsisfélögunum. Hún var ein af fyrstu kon- unum, sem hafði kjark til þess. Þetta líkaði söfnuðunum illa. Það þótti ósvinna og var óvenjulegt, að konur töl- uðu á mannfundum utan safnaðanna. Og þetta reið auk þess bag við hagsmuni margra þeirra, sem verzluðu með ýmsar vörur frá þrælaeigendum, t. d. baðmull. Kvekar- ar voru jafnan mjög frjálslyndir í mörgum greinum; samt gerðu þeir víða ýmsa menn og konur safnaðarræka fyrir þessar sakir. En svo var Lukretia Mott mikiis metin, og öll fram- koma hennar prúð og óaðfinnanleg, að lienni gátu þeir ekki vikið úr embætti eða úr söfnuðinum. Ymsar fleiri ágætiskonur voru uppi um þessar mund- ir, sem tekið hafa mestan og beztan þátt í að lirinda kven- réttindamálinu af stað, t. d. Lydia Maria Child, Maria Chapman, Harriet Martineau og þó einkum hin fræga skáld- kona Harriet Becher Stove, höfundurinn að hinni heims- frægu sögu »Kofi Tómasar frænda«, sem í rauninni voru alveg sannsögulegir viðburðir, er hún hafði sjálf þekt. Sú bók vann þræiamálinu meira gagn en nokkuð annað. En það var ekki kvenréttindamálið, heldur þræla- málið og síðar bindindismálið, sem fyist kom þessum kon- um til þess að fara að fást við almenn mál Um þessar mundir hafði öflug hreyfing myndast gegn þræla- sölunni og mátti heita að fyrir lienni stæðu flestir mestu andans menn og stjórnmálaskörungar Norður-Ameríku, t. d. þeir Emerson, Longfellow, Channing, Whittier, Garrison, Wendell Phillips og Horace Greeley. Þeir Garrison og Horace Greeley voru blaðamenn og beittu öllum þeim áhrifum sem þeir gátu haft, móti þræla- sölúnni. Hún jókst með hverju ári. Árið 1776 var tala þrælanna í Bandaríkjunum 675,000, en árið 1860

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.