Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 7

Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 7
Gráfeldur. 295 fara og var mjög innundir í heldri húsunum — oft tíma ■og tíma þar við sauma eða annað þess háttar, einkum hjá konsúlnum. Þar hafði Jónas kynst henni. Trúlofun þeirra Jónasar og Línu hafði farið mjög leynt um veturinn, svo sárfáir vissu hana enn. Og svo var Jónas dulur, að ekki sagði hann mér frá þessu fyr en eg var búinn að komast að því og lagði að honum. — Ekki líkaði mér ráðahagurinn fyrir Jónasar hönd, og reyndi margsinnis að telja honum hughvarf, þótt það yrði árang- urslaust. — Kú var eg hættur því fyrir löngu. Mér gazt ekki að Línu. Eg hafði líka ýmislegt um hana heyrt, sem ekki mælti með henni. Hún hafði verið nefnd við karlmenn oftar en einu sinni — stundum jafnvel við norska sjómenn. Einhverjir þóttust líka hafa komist að samdrætti Baldvins og hennar, síðast þegar hann var i firðinum. Alt þetta sagði eg Jónasi, en hann tók mér það illa upp. Eg sá þá, að ástin hafði blindað hann og engin von var um björg framar. Þess vegna hætti eg að aftra honum, en ásetti mér að reynast honum eins og vinur, hvað sem í skærist. Lakast af þessu öllu var það, að eg var viss um, að Línu var engin alvara. Hún hafði tekið ást Jónasar um veturinn vegna þess að hana vantaði annan, sem henni líkaði betur. En ætlaði sér að losast við hann, áður en of langt væri farið. Þetta hafði eg ráðið af þvi, að alt af hafði það staðið til, að þau opinberuðu trúlofunina, en alt af dregist, — og það var henni að kenna. Fyrst átti að gera það á afmæli Jónasar snemma á góu, þá á pásk- unum, þá á sumardaginn fyrsta, og nú var komið að hvítasunnu. Nú átti að verða af því. Þetta lá þungt á mér Jónasar vegna, því að eg vissi, að hann unni henni heitt og treysti henni að fullu. Hærra, hærra með hverju spori. öll auð jörð var þrotin og við gengum á gömlum, marg-samanlömdum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.