Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 7

Skírnir - 01.12.1908, Page 7
Gráfeldur. 295 fara og var mjög innundir í heldri húsunum — oft tíma ■og tíma þar við sauma eða annað þess háttar, einkum hjá konsúlnum. Þar hafði Jónas kynst henni. Trúlofun þeirra Jónasar og Línu hafði farið mjög leynt um veturinn, svo sárfáir vissu hana enn. Og svo var Jónas dulur, að ekki sagði hann mér frá þessu fyr en eg var búinn að komast að því og lagði að honum. — Ekki líkaði mér ráðahagurinn fyrir Jónasar hönd, og reyndi margsinnis að telja honum hughvarf, þótt það yrði árang- urslaust. — Kú var eg hættur því fyrir löngu. Mér gazt ekki að Línu. Eg hafði líka ýmislegt um hana heyrt, sem ekki mælti með henni. Hún hafði verið nefnd við karlmenn oftar en einu sinni — stundum jafnvel við norska sjómenn. Einhverjir þóttust líka hafa komist að samdrætti Baldvins og hennar, síðast þegar hann var i firðinum. Alt þetta sagði eg Jónasi, en hann tók mér það illa upp. Eg sá þá, að ástin hafði blindað hann og engin von var um björg framar. Þess vegna hætti eg að aftra honum, en ásetti mér að reynast honum eins og vinur, hvað sem í skærist. Lakast af þessu öllu var það, að eg var viss um, að Línu var engin alvara. Hún hafði tekið ást Jónasar um veturinn vegna þess að hana vantaði annan, sem henni líkaði betur. En ætlaði sér að losast við hann, áður en of langt væri farið. Þetta hafði eg ráðið af þvi, að alt af hafði það staðið til, að þau opinberuðu trúlofunina, en alt af dregist, — og það var henni að kenna. Fyrst átti að gera það á afmæli Jónasar snemma á góu, þá á pásk- unum, þá á sumardaginn fyrsta, og nú var komið að hvítasunnu. Nú átti að verða af því. Þetta lá þungt á mér Jónasar vegna, því að eg vissi, að hann unni henni heitt og treysti henni að fullu. Hærra, hærra með hverju spori. öll auð jörð var þrotin og við gengum á gömlum, marg-samanlömdum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.