Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 49

Skírnir - 01.12.1908, Page 49
Kvenréttindahreyfingin í Ameríku. 337 að einmitt sá maður (faðir hennar), sem óánægðastur hafi verið með framkomu hennar í kvennamálinu, hafi orðið fyrstur til að benda henni á réttustu leiðina. Af ýmsum ástæðum varð þó ekki af því að þær Elizabet og Lukretia stofnuðu kvenréttindafélag þegar er þær komu heim. Elisabet var þá nýlega gift Henry Stanton, lögfræðingi, sem tók mikinn þátt í þrælamálinu. Þau áttu heima í Boston og heimili þeirra varð samkomu- staður margra af helztu stjórnmálamönnum og rithöfund- um Bandaríkjanna, sem búsettir voru í Baston. Hún kyntist því ýmsum almennings málum, einkum þræla- málinu. 1847 fluttust þau til smábæjarins Sencea Falls; þar vantaði hana öll þægindi stórborgarinnar, og alla um- gengni við andlega jafningja sína. Hún varð að berjast við óholt loftslag, lélegri húsakynni, og þar af leiðandi sjúkdóma, vinnukoeuleysi og ýmsa örðugleika. Alt þetta varð til þess, að hún fór að bera hagi k venna saman við hagi karlmanna. Auk þess voru í nágrenni við hana margir fátæklingar; þeír höfðu fengið svo mikið traust á henni, að hún var oft sótt um nætur, þegar börnin voru veik, eða konu og börnum var ekki vært fyrir drykkju- skap húsbóndans. Hún sá, að konurnar voru daglega al- veg ósjálfbjarga, ef menn þeirra notuðu rétt sinn. Fyrir því byrjaði hún að berjast fyrir lögum um séreign giftra kvenna með Ernestina Rooce. Komust þau loks á í þing- inu í Massachusells 1848. En erfiðar heimi{sástæður og bágindi ýmsra kvenna sern hún kyntist í Seneca Falls, sýndu henni fyrst, hvaða ráð væru til að bæta úr þessu. Og þegar hún svo 14. júli 1848 hitti Lakretíu Mott og fleiri kuuningjakonur sinar með henni, þá jós hún út í áheyrn þeirra allri gremju sinni út af kjörum kvenna. Það varð til þess að sama kveldið sendu þær út fundarboð í Seneca Falls. A fundinum átti að ræða um kvenréttindamálið. Undir fundarboðinu stóðu þær Elizabelh Stanton, Lukretia Mott, Maria Wrigth, Mary Ann, M. Clintack og Jane Hunt. Allar voru þær kvekarar nema Elizabet. Fundinn átti 22

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.