Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 70
358
Islenzk heimspeki.
X.
Hugsunarsaga Brynjúlfs frá Minnanúpi er raerkilegt
rit. Það er óhætt að segja það. En þó mundum vér
óefað gera honum rangt til, ef vér dæmdum heimspek-
ingsgáfu hans eingöngu eftir þessu riti; teldum að þar
kæmi frain hið bezta og viturlegasta, sein í honum hefir
búið. Vér verðum vel að íhuga, hversu afarilla þessi
íslenzki heimspekingur hefir staðið að vígi.
Goethe talar eiuhversstaðar um hverju hann átti að
þakka að hann gat orðið það sem i honum bjó:
Euch verdanke’ ich was ich hin
Meines Wesens Vollgewinn.
í síðustu orðunum kemur fram nokkuð af því sem lyftir
Goethe himinhátt yfir fiest önnur skáld, hann dregur þar
»arnsúg í flugnum« ; það sem hann drepur á, er einmitt hið
æðsta takmark mannsins, að öðlast og glæða alt hið góða
sem í honum býr, verða eins og hann getur orðið beztur í
orðsins fylstu merkingu. Þetta er líklega að ýmsu leyti
því örðugra, sem þjóðin er smærri, og mér þykir ekki
ólíklegt, að það sé meðfram þess vegna, sem smáþjóðirnar
eiga svo sjaldan þá ágætustu menn, sem uppi hafa verið.
Grikkir eru þar raunar undantekning um margt, og ef til
vill Islendingar um söguritun og óðsnild. Og einmitt á
því og á sjálfu málinu byggjum vér þá von, að það
kunni fyrir Islendingum að liggja að verða enn í ein-
hverjum greinum fremsta bókmentaþjóðin á Norðurlönd-
um, þó að þeir hafi þar verið fiengdust, og séu þar enn þá
ílegnust þjóð. Hér rísa nú raunar stundum upp alvarlegar efa-
semdir, sem eg verð þó að láta Skírni sleppa við að sinni.
En svo eg víki aftur að heimspekingunum, þá er lik-
lega með smáþjóðunum engum eins erfitt að verða það
sem i þeim býr eins og þeim.
Engin manntegund er eins vönd að andlegum jarð-
vegi eins og heimspekingurinn. Enguni ríður eins mikið
á að vera bráðþroska, vera fljótt búinn að átta sig á
því, sem þegar hefir áunnist í vísindum og heimspeki,