Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 12

Skírnir - 01.12.1908, Page 12
800 Gráfeldur. — Já, Jónas litli er sleipur, sagði Einar. Eg hefl séð hann fara það, sem eg hélt að hverri skepnu væri ófært nema fuglinum fljúgandi. Ef h a n n getur ekki klifrað upp Gráfeld, þá getur enginn það. — Eg hefði gaman af að reyna það einhverntíma. mælti Jónas aftur dálítið drýgindalega. — Þér eruð kannske ekki frá því, að þér gætuð það, sagði Baldvin ísmeygilega og deplaði augunum til okkar hinna. Jónas leit ekki upp. — U p p skyldi eg! — Hvernig sem mér gengi að komast ofan aftur. Baldvin rak upp háan hæðnishlátur, svo það berg- málaði úti í þokunni. — Ha-ha-hæ! Heyr á endemi! — Nei, heyrið þér nú. Hvað mikið sem þér gortið, þá skal eg veðja hausnum á mér að þér farið ekki upp Gráíeld beint upp af Eyrinni, og þaðan af síður ofan. Jónas leit hvast á hann og það var eins og leiftri brygði fyrir í augunum. Svo sótroðnaði hann í framan. Astfangnir menn eru næmir fyrir, þegar snert er við sæmd þeirra. Einhverntíma hefði Jónas ekki tekið sér annað eins og þetta nærri. En nú sá eg vel, að hann beit á jaxlinn til þess að gráta ekki. Sæmdin var ekki hans eins, heldur líka stúlku þeirrar sem hann unni, Hver niðrun, sem honum var gerð, var h e n n i gerð óbeinlínis. Atti h ú n að lifa við þá skapraun, að manns- efnið hennar væri talinn gortari og ekki neitt í neinu — jafnvel sneiddur þeim heiðri, sem hann þó hefði hlotið almenna viðurkenningu fyrir? — Öllum átti hann að vera lélegri. Ekkert átti hann að geta — ekki einu sinni það sem hann þ ó 11 i s t geta öðrum fremur. — I e n g u hafði hún sóma af honum. Og s a m t gerði hann kröfu til ástar frá hennar hálfu. Samtalið féll niður með öllu. Við Einar sögðum ekk- ert heldur. Þar sem mönnum hefir sinnast, finst hinum, sem hjá eru staddir, eldfim efni liggja falin, sem lítið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.